Vilja innflutningstolla á kísilmálm frá Íslandi

Frá framleiðslu PCC á Bakka.
Frá framleiðslu PCC á Bakka.

Tvö stór banda­rísk kís­il­málm­fyr­ir­tæki hafa skorað á viðskiptaráðuneyti og viðskiptaráð Banda­ríkj­anna að leggja inn­flutn­ing­stolla á kís­il­málm sem flutt­ur er frá Íslandi og þrem­ur öðrum lönd­um. Bygg­ir áskor­un­in á því að fram­leiðsla í þess­um lönd­um, þar með talið á Íslandi, hafi notið ósann­gjarnr­ar niður­greiðslu við fram­leiðslu og þannig getað selt vör­una á mun lægra verði en eðli­legt gæti tal­ist.

Um er að ræða banda­rísku kís­il­málm­fyr­ir­tæk­in Ferroglobe og Mississippi Silicon, en þau telja að fyr­ir­tæki á Íslandi, í Bosn­íu, Malas­íu og Kasakst­an hafi selt málm­inn á allt að 54-85% lægra verði en á mörkuðum á síðustu þrem­ur árum og að það hafi skaðað banda­ríska fram­leiðend­ur. Frétta­blaðið vakti fyrst at­hygli á mál­inu hér á landi.

Í til­kynn­ingu til kaup­hall­ar í Banda­ríkj­un­um segja fyr­ir­tæk­in að um sé að ræða svipaða stöðu og í maí þegar viðskiptaráðið hafi kom­ist að þeirri niður­stöðu að Rúss­land hefði niður­greitt óeðli­lega fram­leiðslu kís­il­málms þar í landi. Voru inn­flutn­ing­stoll­ar í kjöl­farið sett­ir á kís­il­málm þaðan.

Í Frétta­blaðinu er rætt við Rún­ar Sig­urpáls­son, fram­kvæmda­stjóra PCC á Bakka, sem sagðist ekki geta tjáð sig um aðgerðir banda­rísku fyr­ir­tækj­anna og að hann biði viðbragða frá yf­ir­stjórn PCC í Þýskalandi.

Auk PCC hafa fyr­ir­tæk­in United silicon og Elkem fram­leitt kís­il­málm hér á landi. United silicon hætti fram­leiðslu árið 2017 vegna ým­iss kon­ar vanda­mála sem komu upp, meðal ann­ars í tengsl­um við meng­un frá kís­il­ver­inu. Var fyr­ir­tækið úr­sk­urðað gjaldþrota í byrj­un árs 2018. í lok júní var greint frá því að PCC hefði sagt upp 80 starfs­mönn­um og að fram­leiðslan hefði verið stöðvuð tíma­bundið. Var meðal ann­ars vísað til áhrifa af kór­ónu­veirufar­aldr­in­um.

Seg­ir Frétta­blaðið jafn­framt að flutt hafi verið inn 19 þúsund tonn af kís­il­máli frá Íslandi til Banda­ríkj­anna í fyrra og að magnið hafi verið 5.500 tonn á fyrsta fjórðungi þessa árs. Miðað við að fram­leiðsla PCC hafi ekki náð full­um af­köst­um fyrr en í lok síðasta árs og heild­ar­fram­leiðslan frá upp­hafi hafi numið 32 þúsund tonn­um eru því leidd­ar lík­ur að því að um gaml­ar birgðir fram­leidd­ar af United silicon í Helgu­vík sé að ræða.

Upp­fært 4. júlí: Fram­kvæmda­stjóri Stakks­bergs seg­ir fyr­ir­tækið ekki hafa selt neinn kís­il­málm síðan fé­lagið keypti eign­ir United silicon. Sjá frétt hér að neðan:

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK