Birgir lætur af störfum hjá Íslandspósti

Birgir Jónsson.
Birgir Jónsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Birg­ir Jóns­son for­stjóri Ísland­s­pósts hef­ur ákveðið að láta af störf­um hjá fé­lag­inu og hafa hann og stjórn fé­lags­ins gengið frá sam­komu­lagi um starfs­lok­in.

Birg­ir hóf störf hjá Póst­in­um í byrj­un júní 2019 og hef­ur frá þeim tíma ásamt stjórn og nýju stjórn­endat­eymi stýrt fé­lag­inu í gegn­um mikið og far­sælt umbreyt­inga­ferli, að því er seg­ir í til­kynn­ingu. 

Gegn­ir starfi for­stjóra þar til eft­ir­maður hef­ur verið ráðinn

„Tek­ist hef­ur að treysta rekstr­ar­grund­völl fyr­ir­tæk­is­ins og skapa því sterk­ari stöðu til framtíðar. Þá hef­ur þjón­usta Pósts­ins verið bætt og auk­in. Fram und­an eru áfram­hald­andi krefj­andi og ný verk­efni hjá Ísland­s­pósti en Birg­ir mun gegna starfi for­stjóra þar til eft­ir­maður hans hef­ur verið ráðinn,“ seg­ir enn­frem­ur. 

„Stjórn Ísland­s­pósts þakk­ar Birgi fyr­ir góð störf en margt hef­ur áunn­ist í rekstri Ísland­s­pósts frá því hann tók við starf­inu. Birg­ir hef­ur verið öfl­ug­ur starfsmaður sem hef­ur leitt umbreyt­inga­ferli hjá fyr­ir­tæk­inu, skapað góða liðsheild og starfs­anda. Stjórn fé­lags­ins þakk­ar Birgi fyr­ir vel unn­in störf og ósk­ar hon­um velfarnaðar í framtíðinni. Fram und­an eru krefj­andi verk­efni í stefnu­mót­un og við að bæta enn frek­ar þjón­ustu hjá Ísland­s­pósti,“ seg­ir Bjarni Jóns­son, stjórn­ar­formaður Ísland­s­pósts. 

Mik­ill viðsnún­ing­ur hef­ur orðið í rekstri Ísland­s­pósts og það hef­ur verið sann­ur heiður að fá að tak­ast á við þetta krefj­andi verk­efni með þess­um öfl­uga hópi starfs­manna um land allt. Næstu skref hjá mér eru óráðin en ég fer frá borði full­ur þakk­læt­is fyr­ir að hafa fengið að taka þátt í þessu skemmti­lega verk­efni og ég hlakka mikið til að sjá Póst­inn blómstra sem aldrei fyrr í hönd­un­um á öllu því góða fólki sem þar starfar,“ er svo haft eft­ir Birgi í til­kynn­ing­unni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK