Þórhildur ráðin nýr forstjóri Íslandspósts

Þórhildur Ólöf Helgadóttir.
Þórhildur Ólöf Helgadóttir. Ljósmynd/Aðsend

Þór­hild­ur Ólöf Helga­dótt­ir hef­ur verið ráðin í starf for­stjóra Ísland­s­pósts og hef­ur hún þegar tekið til starfa. Áður gegndi Þór­hild­ur starfi fram­kvæmda­stjóra fjár­mála­sviðs fyr­ir­tæk­is­ins en hún tók við þeirri stöðu í lok sum­ars 2019. Þór­hild­ur er fyrsta kon­an til að gegna stöðu for­stjóra Pósts­ins.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu.

„Ég er mjög ánægð með að fá þetta tæki­færi og það mikla traust sem mér er sýnt. Póst­ur­inn hef­ur gengið í gegn­um mikið umbreyt­ing­ar­ferli á síðustu miss­er­um til þess að tak­ast á við áskor­an­ir í starf­semi fé­lags­ins.  Við erum stolt af ár­angri okk­ur en höld­um áfram að styrkja fyr­ir­tækið og bæta þjón­ust­una,“ seg­ir Þór­hild­ur í til­kynn­ing­unni. 

Þá seg­ir, að Þór­hild­ur hafi mikla reynslu á sviði rekstr­ar og fjár­mála. Auk starfa sinna fyr­ir Ísland­s­póst hef­ur hún verið  fjár­mála­stjóri 66° Norður, bílaum­boðsins Heklu og Secu­ritas. Þá hef­ur hún setið í stjórn Sjóvár-Al­mennra og átt sæti í stjórn­um dótt­ur­fé­laga þeirra fyr­ir­tækja sem hún hef­ur starfað hjá. Þór­hild­ur er með cand. oecon-próf frá Há­skóla Íslands.

„Við fögn­um því sann­ar­lega að fá jafn öfl­ug­an stjórn­anda og Þór­hildi Ólöfu Helga­dótt­ur til að tak­ast á við þau fjöl­breyttu verk­efni sem bíða Pósts­ins á mikl­um breyt­inga­tím­um og leiða þetta mik­il­væga al­mannaþjón­ustu­fyr­ir­tæki inn í framtíðina,“ er haft eft­ir Bjarna Jóns­syni, formaður stjórn­ar Ísland­s­pósts.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK