Starfsgildum fækkaði um 120 hjá Póstinum í fyrra

Íslandspóstur.
Íslandspóstur. mbl.is/​Hari

Starfs­gild­um hjá Ísland­s­pósti fækkaði um 120 milli ára, en í árs­lok 2020 voru 601 stöðugildi hjá fyr­ir­tæk­inu, en höfðu verið 721 árið áður. Þetta kem­ur fram í árs­reikn­ingi fé­lags­ins sem kynnt­ur var í dag.

Líkt og greint hafði verið frá fyrr í dag var hagnaður fé­lags­ins 104 millj­ón­ir sam­an­borið við 511 millj­óna tap árið áður.

Rekstr­ar­tekj­ur fé­lags­ins lækkuðu milli ára, voru 7.457 millj­ón­ir í fyrra, en 7.745 millj­ón­ir árið áður. Rekstr­ar­hagnaður var 675,7 millj­ón­ir en var 265,6 millj­ón­ir árið áður og fór svo­kallað EBITDA hlut­fall í 9,1% en hafði verið 3,4% árið áður.

Ísland­s­póst­ur lækkaði vaxta­ber­andi skuld­ir á ár­inu um rúm­lega 300 millj­ón­ir og voru þær 1.635 millj­ón­ir í árs­lok 2020. Hald­bært fé frá rekstri nam 1.023 millj­ón­um en hafði verið 562 millj­ón­ir í árs­lok árið áður.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK