Forstjóri fór fram hjá stjórn

Stjórn Íslandspósts gagnrýndi Birgi Jónsson, fyrrverandi forstjóra fyrirtækisins, fyrir að …
Stjórn Íslandspósts gagnrýndi Birgi Jónsson, fyrrverandi forstjóra fyrirtækisins, fyrir að fara gegn samþykktum við lækkun gjaldskrár. mbl.is/Hari

Stjórn Ísland­s­pósts gagn­rýndi Birgi Jóns­son, fyrr­ver­andi for­stjóra fyr­ir­tæk­is­ins, fyr­ir að fara gegn samþykkt­um við lækk­un gjald­skrár. Þetta kem­ur fram í fund­ar­gerð stjórn­ar­inn­ar 7. des­em­ber 2020 sem Morg­un­blaðið hef­ur und­ir hönd­um.

„Ákvarðanir um taxta­lækk­un póst­send­inga um ára­mót­in 2019/​2020 og hækk­un í ág­úst sl. voru ekki born­ar und­ir stjórn og staðfest­ar í fund­ar­gerð í sam­ræmi við samþykkt­ir fé­lags­ins. For­stjóri fé­lags­ins bar fulla ábyrgð á þess­um ákvörðunum. Stjórn harm­ar þessa málsmeðferð og er sam­mála um að eft­ir­leiðis verði þess gætt að upp­lýs­inga­gjöf og form ákvörðun­ar­töku séu í sam­ræmi við samþykkt­ir fé­lags­ins,“ sagði þar m.a. Til upp­rifj­un­ar varðar málið þá breyt­ingu að miða við eitt gjaldsvæði en ekki fjög­ur í inn­lend­um pakka­send­ing­um upp að 10 kg. Hafði það í för með sér að verð úti á landi lækkaði mikið.

Jafn­gilti niður­greiðslum

Hafa Sam­tök versl­un­ar og þjón­ustu sakað Póst­inn um að niður­greiða þannig þjón­ust­una og með því grafa und­an sam­keppn­inni.

At­hygli vek­ur að sama dag og Póst­ur­inn til­kynnti Póst- og fjar­skipta­stofn­un um lækk­un­ina – hinn 16. des­em­ber 2019 – und­ir­ritaði fyrr­ver­andi for­stjóri samþykkt­ir fyr­ir Ísland­s­póst ohf. Kváðu þær meðal ann­ars á um skyldu­störf stjórn­ar en meðal þeirra var að setja gjald­skrá fyr­ir fé­lagið í sam­ræmi við lög.

Þá kem­ur fram í fund­ar­gerð 30. nóv­em­ber sl. að Thom­as Möller stjórn­ar­maður fór fram á að fá grein­ingu á öll­um breyt­ing­um á gjald­skrá og ít­rekaði að þær skyldu lagðar fyr­ir stjórn. Thom­asi var vikið úr stjórn á síðasta aðal­fundi, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK