Pósturinn hækkar stjórnarlaunin

Stjórnendaskipti hjá Póstinum kostuðu tugi milljóna.
Stjórnendaskipti hjá Póstinum kostuðu tugi milljóna. mbl.is/Árni Sæberg

Samþykkt var á aðal­fundi Ísland­s­pósts síðastliðinn föstu­dag að hækka laun stjórn­ar­manna úr 172 þúsund á mánuði í 177 þúsund. Formaður stjórn­ar fær tvö­föld laun stjórn­ar­manns.

Þetta kom fram á fund­in­um. Þá kem­ur fram í nýbirt­um árs­reikn­ingi að laun og hlunn­indi stjórn­ar, for­stjóra og lyk­il­stjórn­enda hafi numið 207,6 millj­ón­um árið 2019 en 153,6 millj­ón­um árið 2020.

Þá hafi laun for­stjóra verið 41,6 millj­ón­ir árið 2019 en 28,3 millj­ón­ir í fyrra. Þá lækkuðu laun stjórn­ar­manna úr 14 millj­ón­um 2019 í 12,3 millj­ón­ir króna 2020. Bent er á að hluta af ári voru tveir for­stjór­ar á laun­um hjá fé­lag­inu auk stjórn­enda sem létu af störf­um á ár­inu. En til upp­rifj­un­ar urðu mikl­ar breyt­ing­ar á stjórn fé­lags­ins árið 2019 þegar Birg­ir Jóns­son varð for­stjóri.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK