Afgreiðslutími pósthúsa breytist

mbl.is/​Hari

Frá og með 1. apríl mun af­greiðslu­tími póst­húsa á höfuðborg­ar­svæðinu, Ak­ur­eyri, Reykja­nes­bæ og Vest­manna­eyj­um breyt­ast. Þannig verður opnað fyrr alla virka daga eða klukk­an 9:30 í stað 10:00 og opið fjóra daga vik­unn­ar, mánu­dag til fimmtu­dags frá 9:30 til 17:00 en á föstu­dög­um til 16:00.

Fram kem­ur í til­kynn­ingu frá Póst­in­um að fyr­ir­tækið hafi bætt við fjölda af­hend­ing­arstaða á síðasta ári sem henta vel þeim sem kom­ist ekki á þjón­ustu­tíma póst­húsa. Þá sé heim­keyrsla til ein­stak­linga í boði alla virka daga eft­ir klukk­an 17 á viðkom­andi stöðum. Póst­ur­inn vilji hvetja alla viðskipta­vini til að kynna sér nýja af­hend­ing­arstaði á Mín­um síðum eða í app­inu.

Þá seg­ir að frá og með 15. apríl muni Póst­ur­inn hefja sam­dæg­ursþjón­ustu í póst­box á höfuðborg­ar­svæðinu. All­ar póst­boxa­send­ing­ar sem séu póstlagðar á höfuðborg­ar­svæðinu í gegn­um fyr­ir­tækjaþjón­ustu Pósts­ins verði því af­hent­ar sam­dæg­urs í því póst­boxi sem viðskipta­vin­ur valdi við kaup í net­versl­un.

Fram kem­ur að þá geti viðskipta­vin­ir einnig valið um að fá all­ar send­ing­ar af­hent­ar í póst­box að eig­in vali á nýj­um Mín­um síðum á vefsíðu Pósts­ins og í nýju appi fyr­ir­tæk­is­ins sem ber nafnið Póst­ur­inn.

„Þessi nýja viðbót við þjón­ustu­fram­boð Pósts­ins hækk­ar þjón­ustu­stig um­tals­vert á höfuðborg­ar­svæðinu en hún ger­ir viðskipta­vin­um fært að nálg­ast send­ing­ar ein­um degi fyrr en þeir hafa getað gert hingað til,“ seg­ir jafn­framt.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK