Vörukarfan lækkaði mest hjá Heimkaupum

Verðlagseftirlit ASÍ mælir breytingar á verði vörukörfu. Vörukarfan lækkaði mest …
Verðlagseftirlit ASÍ mælir breytingar á verði vörukörfu. Vörukarfan lækkaði mest hjá Heimkaupum. mbl.is/Árni Sæberg

„Á síðustu fimm mánuðum, frá því í byrjun nóvember 2020 þangað til í lok mars 2021, lækkaði vörukarfa ASÍ í sex verslunum af átta.“ Þetta segir í tilkynningu frá ASÍ.

Þá lækkaði karfan mest hjá Heimkaupum en þar lækkaði hún um 11,2% en hún hækkaði mest hjá Nettó eða um 0,8%.

Hjá Heimkaupum voru verðlækkanir í öllum vöruflokkum. Mest í flokki grænmetis og ávaxta, þar sem verð lækkaði um 25,2%, en minnst í flokki kjötvöru.

Vörukarfan endurspeglar almenn matarinnkaup meðalheimilis og inniheldur allar almennar matar- og drykkjarvörur.

Verðbreytingar voru skoðaðar í eftirfarandi verslunum: Bónus, Krónunni, Nettó, Hagkaup, Kjörbúðinni, Iceland, Heimkaup og Krambúðinni.

„Næstmest lækkaði verð í Kjörbúðinni, 3,5%, en þar á eftir kemur Hagkaup með 2,4% lækkun. Vörukarfan lækkaði um 1% í Iceland, 0,7% í Krónunni og 0,3% í Bónus. Vörukarfan hækkar hins vegar um um 0,8% í Nettó og vegur þar þyngst 10,7% verðhækkun á kjötvöru en kjötvara, grænmeti og ávextir eru þeir vöruflokkar sem sveiflast mest í verði. Þá hækkaði vörukarfan um 0,1% í Krambúðinni,“ segir í tilkynningunni.

Tilkynninguna í heild sinni má sjá á vef ASÍ.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK