Skuld WOW fór yfir tvo milljarða

Síðasta flug­vél­in merkt WOW air tekur á loft.
Síðasta flug­vél­in merkt WOW air tekur á loft. mbl.is/Hari

Allt frá árslokum 2017 var stjórn Isavia ohf. sem m.a. rekur Keflavíkurflugvöll, með vökul augu yfir starfsemi WOW air en félagið átti við rekstrarerfiðleika að stríða.

Í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar um aðkomu og aðgerðir Isavia ohf. og Samgöngustofu í tengslum við fall WOW air, sem varð gjaldþrota í marsmánuði 2019, kemur fram að á nær öllum stjórnarfundum Isavia frá árslokum 2017 og þar til yfir lauk hafi málefni flugfélagsins verið til umfjöllunar.

Í skýrslunni er einnig birt yfirlit yfir skuldir WOW air við Isavia ohf. sem sýnir hvernig sífellt syrti í álinn fyrir félaginu eftir því sem leið á árið 2018. Í árslok 2017 námu skuldir WOW air við Isavia rúmum hálfum milljarði króna en þær uxu hratt og námu 1,5 milljörðum króna í lok ágústmánaðar, þrátt fyrir nokkrar ríflegar innborganir á skuldina í hverjum einasta mánuði.

Þrátt fyrir hina versnandi stöðu félagsins var það ekki fyrr en 21. september sem Samgöngustofa hóf ítarlegt fjárhagseftirlit með WOW air. Bendir Ríkisendurskoðun á að eftirlitið hafi ekki hafist fyrr en tveimur vikum eftir að samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið gaf stofnuninni fyrirmæli um að ráðast í ítarlegt mat á fjárhagsstöðu flugfélagsins, að því er fram kemur í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK