Kristín nýr forstöðumaður markaðsdeildar Póstsins

Kristín Inga Jónsdóttir.
Kristín Inga Jónsdóttir. Ljósmynd/Aðsend

Krist­ín Inga Jóns­dótt­ir hef­ur tekið við starfi for­stöðumanns markaðsdeild­ar Pósts­ins. Krist­ín hef­ur starfað hjá Póst­in­um frá ár­inu 2019 sem markaðssér­fræðing­ur.

Krist­ín er með víðtæka reynslu af markaðsmá­l­um en ásamt því að hafa starfað hjá Póst­in­um var hún áður verk­efna­stjóri markaðsdeild­ar hjá Wow air sem og sér­fræðing­ur í sta­f­rænni markaðssetn­ingu hjá Kynn­is­ferðum.

Krist­ín hef­ur verið lyk­ilmann­eskja í markaðsstarfi Pósts­ins und­an­far­in tvö ár og hef­ur komið að öll­um helstu her­ferðum Pósts­ins, þá hef­ur hún í öll­um fyrri störf­um haft mikla aðkomu að markaðsher­ferðum sem og efn­is­sköp­un. Krist­ín er með MS próf í markaðsfræði og alþjóðaviðskipt­um frá Há­skóla Íslands ásamt BA prófi í fé­lags­ráðgjöf, að því er fyr­ir­tækið grein­ir frá í pósti. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK