Ríkið ábyrgist 90% af lánalínum Icelandair

Þota Icelandair á flugi.
Þota Icelandair á flugi. mbl.is/Árni Sæberg

Lagt er til í fjár­laga­frum­varpi næsta árs að fjár­málaráðherra hafi heim­ild veita Icelanda­ir Group hf., sem sé kerf­is­lega mik­il­vægt fyr­ir­tæki, sjálf­skuld­arábyrgð frá rík­is­sjóði á lán­um vegna tekju­falls fyr­ir­tæk­is­ins í tengsl­um við kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn.

Fram kem­ur að heild­ar­skuld­bind­ing rík­is­sjóðs vegna þessa geti numið allt að 108 millj­ón­um Banda­ríkja­dala, sem sam­svar­ar um 14 millj­örðum kr., eða sem jafn­gildi 90% af 120 millj­óna Banda­ríkja­dala lánalín­um til fé­lags­ins.

Í frum­varp­inu seg­ir m.a., að í byrj­un sept­em­ber 2020 hafi Alþingi samþykkt heim­ild­ir fyr­ir rík­is­ábyrgð á lánalín­um Icelanda­ir í tengsl­um við heims­far­ald­ur kór­ónu­veiru. Bent er á að aðkoma rík­is­ins að mál­efn­um Icelanda­ir bygg­ist á fjór­um meg­in­for­send­um; að aðkoma rík­is­ins sé nauðsyn­leg í þeim til­gangi að tryggja traust­ar og órofn­ar flug­sam­göng­ur til og frá land­inu, að tryggja að til staðar sé flugrekstr­araðili sem taki öfl­ug­an þátt í efna­hags­legri viðspyrnu þegar þar að kem­ur, að rekstr­ar- og sam­keppn­is­hæfni til lengri tíma sé tryggð og að lok­um að al­manna­fé og áhætta rík­is­ins verði tak­mörkuð við það sem þjóni op­in­ber­um hags­mun­um en hafi ekki að mark­miði að verja hag hlut­hafa eða lán­ar­drottna.

„Fyr­ir­greiðslu rík­is­sjóðs við Icelanda­ir er ætlað að stuðla að áfram­hald­andi rekstri fé­lags­ins og tryggja að full­nægj­andi ár­ang­ur geti náðst í fjár­hags­legri end­ur­skipu­lagn­ingu þess, þ.m.t. ár­ang­urs­ríku hluta­fjárút­boði. Ábyrgðin nem­ur 90% af lánalín­um til þrauta­vara að fjár­hæð 120 millj­óna Banda­ríkja­dala, eða 108 m.USD (um 13,7 ma.kr. um síðustu ára­mót),“ seg­ir í frum­varp­inu.

Icelanda­ir hef­ur heim­ild til að draga á lánalín­urn­ar fram til sept­em­ber 2022 en þótt ekki sé gert ráð fyr­ir að til þess komi miðað við fram­lagða sviðsmynd um rekstr­aráætl­un og upp­gjör 2021 hingað til er enn um­tals­verð óvissa í flugrekstri næstu miss­er­in. Þar af leiðandi fel­ur ábyrgðin í sér áhættu fyr­ir rík­is­sjóð enn um sinn,“ seg­ir jafn­framt í frum­varp­inu.

Fjár­laga­frum­varpið.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK