Staðfesta ekki virkni laganna

mbl.is/Hari

Sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðuneytið tel­ur að svar þess til Morg­un­blaðsins um virkni póst­laga hafi verið slitið úr sam­hengi. Hins veg­ar vill ráðuneytið ekki staðfesta að það telji að viðkom­andi laga­ákvæði séu virk.

Málið varðar frétt sem birt­ist í Morg­un­blaðinu 4. mars í fyrra en þar sagði í und­ir­fyr­ir­sögn að ráðuneyti segði laga­ákvæði óvirkt.

Nán­ar til­tekið 3. mgr. 17. gr. póst­laga um að gjald­skrá fyr­ir alþjón­ustu skuli end­ur­spegla raun­kostnað að viðbætt­um hæfi­leg­um hagnaði.

Frétt­in byggðist á svari ráðuneyt­is­ins við fyr­ir­spurn blaðsins.

Grun­ur um und­ir­verðlagn­ingu

Hef­ur um­rætt laga­ákvæði verið til umræðu vegna meintr­ar und­ir­verðlagn­ing­ar Pósts­ins á pakka­send­ing­um inn­an­lands. Gjald­skrár hafi ekki end­ur­speglað raun­kostnað.

Fram kom í er­indi Fé­lags at­vinnu­rek­enda til umboðsmanns Alþing­is fyrr í þess­um mánuði að fé­lagið hefði í til­efni af um­ræddri frétt Morg­un­blaðsins sent fyr­ir­spurn til sama ráðuneyt­is í mars sl.

Í svari ráðuneyt­is­ins hafi komið fram að það teldi að í áður­nefndri frétt hafi í raun verið sagt frá af­stöðu Póst- og fjar­skipta­stofn­un­ar í mál­inu en ekki af­stöðu ráðuneyt­is­ins.

Af þessu til­efni sendi Morg­un­blaðið þrjár spurn­ing­ar til ráðuneyt­is­ins sl. þriðju­dag. Spurt var um af­stöðu til þess þess hvort 3. mgr. sé virk eða óvirk, hvort lög geti tal­ist óvirk og ef svo væri að það yrði þá rök­stutt.

Sam­kvæmt svari ráðuneyt­is­ins í fyrra­dag tel­ur það að fyrra svar þess til blaðsins hinn 4. mars í fyrra hafi verið „tekið [...] úr sam­hengi þar sem ráðuneytið vísaði til mats þáver­andi Póst- og fjar­skipta­stofn­un­ar. Svar ráðuneyt­is­ins hefði mátt vera orðað með af­ger­andi hætti.“

Þegar þetta svar barst var fyr­ir­spurn ít­rekuð um hvort ráðuneytið teldi að lög geti verið óvirk en svar hafði ekki borist í gær.

Kallað eft­ir end­ur­skoðun

Eft­ir­lit með póst­lög­um færðist frá Póst- og fjar­skipta­stofn­un til Byggðastofn­un­ar 1. nóv­em­ber síðastliðinn. Dag­inn eft­ir fól ráðuneytið Byggðastofn­un að vinna að end­ur­skoðun á skil­grein­ingu virkra og óvirkra markaðssvæða á sviði póstþjón­ustu með hliðsjón af sam­keppni. En í fyrri ákvörðun PFS um auka­fjár­veit­ing­ar til Pósts­ins vegna rekstr­ar­árs­ins 2020 var ekki tekið til­lit til sam­keppni held­ur ein­göngu fjölda lúga á hverju svæði fyr­ir sig.

Þá skipaði sam­gönguráðuneytið starfs­hóp sem falið var „það hlut­verk að meta hvernig best megi ná mark­miðum 1. gr. laga um póstþjón­ustu nr. 98/​2019 um alþjón­ustu, m.a. með hliðsjón af tækninýj­ung­um, sam­keppn­is­sjón­ar­miðum og alþjóðleg­um skuld­bind­ing­um Íslands“. En með alþjón­ustu er vísað til þeirr­ar lág­marks­póstþjón­ustu sem not­end­um póstþjón­ustu skal standa til boða á jafn­ræðis­grund­velli, skv. lög­um um póstþjón­ustu. Mark­miðið með vinnu hóps­ins var m.a. að tryggja heil­brigða sam­keppni á svæðum þar sem ekki væri markaðsbrest­ur.

Fyrst lögð fyr­ir nefnd­ina

Ísólf­ur Gylfi Pálma­son var formaður starfs­hóps­ins en hann var full­trúi sam­gönguráðherra.

Ísólf­ur Gylfi sagði í sam­tali við Morg­un­blaðið að skýrsla starfs­hóps­ins yrði ekki op­in­beruð fyrr en búið væri að leggja hana fyr­ir um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd Alþing­is. Hann ætti von á því að skýrsl­an yrði lögð fyr­ir þingið í næstu viku. Hún yrði ekki af­hent fjöl­miðlum áður.

Áður­nefnd end­ur­skoðun Byggðastofn­un­ar fékkst held­ur ekki af­hent hjá sam­gönguráðuneyt­inu.

Frétt­in birt­ist fyrst í Morg­un­blaðinu 22. janú­ar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK