Talsvert færri sendingar

mbl.is/Hari

Minni um­svif voru hjá Póst­in­um fyr­ir síðustu jól en árið þar á und­an. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Krist­ínu Ingu Jóns­dótt­ur, for­stöðumanni markaðsdeild­ar Pósts­ins, spann­ar álag vegna jól­anna í Póst­in­um núorðið þrjá síðustu mánuði árs­ins.

Krist­ín seg­ir að þegar horft er til fjög­urra meg­in­flokka rekstr­ar hjá Póst­in­um megi greina áfram­hald­andi fækk­un í dreif­ingu á bréf­um inn­an­lands. Sam­drátt­ur á fjórða árs­fjórðungi 2021 frá sama árs­fjórðungi 2020 nam 17%. Í þess­um flokki eru jóla­kort en jóla­korta­send­ing­ar hafa dreg­ist mikið sam­an síðustu ár.

Send­ing­ar til út­landa dróg­ust sam­an um 6% á milli ára á tíma­bil­inu og send­ing­ar frá út­lönd­um dróg­ust sam­an um 11%. Mesti sam­drátt­ur­inn var þó í inn­lend­um vöru­send­ing­um, alls 20% frá sama tíma­bili árið 2020. Hafa ber þó í huga að það ár var æði sér­stakt vegna sam­komutak­mark­ana og annarra áhrifa af völd­um kór­ónu­veirunn­ar.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK