Musk ekki sekur um markaðsmisnotkun

Elon Musk, eigandi og forstjóri Twitter.
Elon Musk, eigandi og forstjóri Twitter. AFP/Jim Watson

Elon Musk, for­stjóri Teslu, gerðist ekki sek­ur um markaðssvik þegar að hann hélt því rang­lega fram í tísti árið 2018 að hann væri bú­inn að tryggja sér fjár­magn til þess að taka Teslu af hluta­bréfa­markaði. Hef­ur hann verið sýknaður af hópi fjár­festa sem töpuðu millj­örðum vegna þess.

Yf­ir­lýs­ing Musk hafði mik­il áhrif á hluta­bréfa­verð fyr­ir­tæk­is­ins sem tók mikl­ar sveifl­ur. Síðar kom í ljós að Musk hafði ekki verið bú­inn að tryggja fjár­magnið er tístið fór í loftið.

Tístið óheppi­lega orðað

Hóp­ur fjár­festa sem töpuðu háum fjár­hæðum vegna yf­ir­lýs­ing­ar­inn­ar, höfðuðu mál gegn Musk fyr­ir markaðsmis­notk­un. Töldu þeir að auðkýf­ing­ur­inn hefði hagað sér kæru­leys­is­lega með því að halda þessu fram og að hann hefði blekkt fjár­festa með því að birta rang­ar upp­lýs­ing­ar. Fór hóp­ur­inn fram á að Musk yrði gert að greiða þeim bæt­ur fyr­ir tjónið sem hann olli þeim.

Alex Spiro, lögmaður Musk, hélt því fram að tístið hefði verið óheppi­lega orðað en að hann hefði ekki ætlað sér að blekkja fólk.

Það tók kviðdóm í San Frans­isco í Banda­ríkj­un­um um það bil tvær klukku­stund­ir að kom­ast að niður­stöðu og var hún ein­róma, hvorki Musk né stjórn Teslu gerðust sek um markaðsmis­notk­un. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK