Slit ÍL-sjóðs í bígerð

Áformaskjal um framlagningu lagafrumvarps á Alþingi sem heimili slit og …
Áformaskjal um framlagningu lagafrumvarps á Alþingi sem heimili slit og uppgjör ÍL-sjóðs er nú komið í samráðsgátt stjórnvalda. mbl.is/Jón Pétur

Fjár­mála- og efna­hags­ráðherra hef­ur lagt fram í sam­ráðsgátt stjórn­valda áforma­skjal um fram­lagn­ingu laga­frum­varps á Alþingi sem heim­ili slit og upp­gjör ÍL-sjóðs, áður Íbúðalána­sjóðs. Kem­ur þetta fram í frétta­til­kynn­ingu frá ráðuneyt­inu.

„Áform um upp­gjör sjóðsins eru í sam­ræmi við það mat að sjóður­inn sé orðinn ógjald­fær, eins og fram kom í skýrslu um stöðu sjóðsins sem ráðherra lagði fyr­ir Alþingi í októ­ber síðastliðnum,“ seg­ir þar enn frem­ur.

Með þessu móti efni rík­is­sjóður svo­nefnda ein­falda ábyrgð rík­is­ins sam­kvæmt skil­mál­um skulda­bréfa út­gefn­um af sjóðnum. Í því felst að rík­is­sjóður trygg­ir end­ur­greiðslur á höfuðstól skulda, auk áfall­inna vaxta og verðbóta til upp­gjörs­dags, eins og nán­ar er rakið í skýrsl­unni.

Leitað eft­ir viðræðum

Gef­ur áforma­skjalið til kynna að þrátt fyr­ir áform um slit sjóðsins séu stjórn­völd ávallt reiðubú­in í sam­tal um upp­gjör við eig­end­ur skulda­bréf­anna sem flest­ir eru lang­tímafag­fjár­fest­ar. „Með sam­komu­lagi væru heild­ar­hags­mun­ir al­menn­ings í land­inu best tryggðir og kom­ist yrði hjá því að velta vand­an­um yfir á kom­andi kyn­slóðir. Það sé enn tal­inn besti kost­ur­inn en reyn­ist sú leið ekki vera fær verði ekki hjá því kom­ist að taka á mál­inu með öðrum úrræðum,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Þar kem­ur enn frem­ur fram að á síðustu mánuðum hafi verið leitað eft­ir því að eiga viðræður við eig­end­ur stærsta hluta skulda ÍL-sjóðs til að fá fram sjón­ar­mið þeirra og kanna grund­völl til samn­inga. Stjórn­völd hafi sett fram hug­mynd­ir um mögu­legt upp­gjör sem gangi út á að eig­end­um verði boðin skipti á skulda­bréf­un­um og vel dreifðu eigna­safni sem að mati sér­fróðra og óvil­hallra aðila hafi alla burði til að skila þeim og öðrum eig­end­um góðri ávöxt­un sam­an­borið við vexti bréf­anna. Um­leit­an­ir um að koma á samn­ingaviðræðum hafi þó ekki skilað ár­angri til þessa.

Í ljósi þess er, eft­ir því sem fram kem­ur, talið rétt að leggja nú fram áforma­skjal um laga­frum­varp sem heim­il­ar slit og upp­gjör ÍL-sjóðs. Með fram­lagn­ingu frum­varps fyr­ir Alþingi gef­ist þing­inu færi á að ræða og taka af­stöðu til þess hvernig úr­lausn þess vanda sem fyr­ir hendi er verði best háttað.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka