Iceland er dýrasta verslunin á Íslandi, samkvæmt matvörukönnun verðlagseftirlits ASÍ sem framkvæmd var 6. og 7. september.
Verslunin var oftast með hæsta verðið í matvörukönnuninni en verð hækkaði þar einnig mest allra verslana á milli ára. Sömu vörur voru kannaðar nú og í október í fyrra.
Að meðaltali var verðlagið í Iceland 35% hærra verð en það ódýrasta. Verðið var þar hæst í langflestum tilfella og aldrei lægst af þeim vörum sem til skoðunar voru.
Verlanirnar sem kannaðar voru: Bónus, Krónan, Nettó, Fjarðarkaup, Heimkaup, Kjörbúið, Hagkaup og Iceland.
Fjarðarkaup hækkaði verð minnst á milli kannana en Bónus var með lægsta verðlagið og oftast með lægsta vöruverðið.