Íslandspóstur vill fara að dreifa bréfum í póstbox

Eitt af póstboxum ÍSP.
Eitt af póstboxum ÍSP. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Reynsla Ísland­s­pósts af póst­boxum gef­ur til­efni til að und­ir­búa víðtæka notk­un þeirra við dreif­ingu á bréf­um. Á þeim svæðum yrði því hætt að dreifa al­menn­um bréf­um á hvert heim­ii.

Þessi sjón­ar­mið koma fram í um­sögn Pósts­ins til um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd­ar vegna frum­varps til laga um breyt­ingu á lög­um um póstþjón­ustu. Tel­ur Póst­ur­inn „nauðsyn­legt að í frum­varp­inu verði tek­inn af all­ur vafi um að litið verði á póst­box og bréfa­kassa­sam­stæðu sem sama hlut­inn þegar kem­ur að dreif­ingu al­mennra óskráðra bréfa“.

Það rím­ar við frum­varps­drög­in en í 2. grein seg­ir að alþjón­ustu­veit­anda skuli vera heim­ilt að setja upp bréfa­kassa­sam­stæður fyr­ir alla mót­tak­end­ur póst­send­inga á höfuðborg­ar­svæðinu og í öðru þétt­býli.

Í um­sögn Pósts­ins er vísað til til­rauna­verk­efn­is á Kópa­skeri sem hófst um mitt þetta ár en það er sagt hafa gengið al­mennt vel og eng­in stór vanda­mál komið upp.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK