Fjárfestar upplýstir um nýja áhættu

Fjárfestar geta enn dregið áskrift sína að bréfum í félaginu …
Fjárfestar geta enn dregið áskrift sína að bréfum í félaginu til baka. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Fjár­fest­ar í al­mennu útboði hluta­fjár Ísfé­lags­ins hf. sem nú stend­ur yfir og lýk­ur föstu­dag­inn 1. des­em­ber nk. fengu send­ar upp­lýs­ing­ar í tölvu­pósti í gær um nýj­an áhættuþátt er varðar starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins.

Lýs­ir hinn nýi áhættuþátt­ur þeirri áhættu er staf­ar að Ísfé­lag­inu hf. í Vest­manna­eyj­um, rekstri þess og af­komu, verði rof eða ann­ars kon­ar tjón á aðflutn­ing­sæðum neyslu­vatns og raf­magns til Vest­manna­eyja.

Eins og greint hef­ur verið frá á mbl.is  losnaði akk­eri Hug­ins VE sem var á kol­munna­veiðum sl. föstu­dags­kvöld. Fest­ist akk­erið í vatns­lögn­inni til Vest­manna­eyja og er lögn­in mikið skemmd þó full af­köst séu um þess­ar mund­ir sam­kvæmt frétt mbl.is. Þar seg­ir einnig að ljóst þyki þó að ekki sé hægt að gera við hana og því þurfi að leggja nýja vatns­lögn. 

Hægt að aft­ur­kalla

Í póst­in­um seg­ir einnig að þeim fjár­fest­um sem hyggj­ast nýta sér rétt­inn til aft­ur­köll­un­ar skulu gera ein­hverj­um um­sjón­araðila útboðsins viðvart þar um en rétt­ur til aft­ur­köll­un­ar áskrift­ar fjár­fest­is vegna birt­ing­ar viðauka við lýs­ingu, fell­ur niður á miðnætti fimmtu­dag­inn 30. nóv­em­ber næst­kom­andi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK