Vilja 85 milljarða frá Meta

Meta er sagt hafa brotið persónuverndarreglur Evrópusambandsins.
Meta er sagt hafa brotið persónuverndarreglur Evrópusambandsins. AFP

Yfir 80 spænskir fjölmiðlar hafa sameinast um að stefna Meta, móðurfélagi Instagram, fyrir að hafa brotið persónuverndarreglur Evrópusambandsins. Bótakrafan samkvæmt stefnunni er að fjárhæð 550 milljónir evra sem jafngildir rúmum 85 milljörðum króna.

Meta, sem einnig er móðurfélag facebook og WhatsApp, safnar persónuupplýsingum og selur þær áfram til auglýsenda. Fyrirtækið hefur lengi reynt að réttlæta starfshætti sína en án árangurs.

Skapar óréttláta samkeppnisstöðu

Samtök spænskra fréttamiðla sagði að kerfisbundin notkun Meta á persónuupplýsingum frá notendum brjóti í bága við reglur Evrópusambandsins sem snúa að því að fyrirtæki skuli fá samþykki notenda til notkunar persónuupplýsinga þeirra í markaðslegum tilgangi.

Þessir starfshættir skapi óréttláta samkeppnisstöðu á auglýsingamarkaði

Meta hefur skapað sér markaðsráðandi stöðu á auglýsingamarkaði með því að skeyta ekki um persónuverndarreglur, þannig hefur fyrirtækið valdið augljósum skaða á spænskum fjölmiðlum að því marki að vega að sjálfbærni þeirra. Þetta er haft eftir Jose Jole, forseta Samtaka spænskra fréttamiðla, í yfirlýsingu. 

Spænsku fréttamiðlarnir krefjast bóta samkvæmt stefnunni að fjárhæð 550 milljónir evra sem jafngildir rúmum 85 milljörðum króna.

Kvörtun lögð fram vegna áskriftarleiðar

Fréttastofan AFP hafði samband við Meta um ummæli en fyrirtækið hefur ekki svarað fyrirspurn fréttastofunnar.

Meta hóf í nóvember að bjóða áskriftarleið á bæði Instagram og facebook sem fyrirtækið segir að mæti reglum Evrópusambandsins. Þannig geti notendur borgað fyrir aðgang sem birtir ekki auglýsingar.

Austurrískur hópur stafrænna rétthafa hefur lagt fram kvörtun vegna áskriftarleiðarinnar hjá eftirlitsaðila þar í landi. Hópurinn segir að áskriftarleiðin miði að því að gjald sé greitt til að tryggja friðhelgi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK