Hæstiréttur staðfestir efndaskyldu tveggja hótela

Hæstiréttur staðfesti tvo dóma Landsréttar, þar sem tveimur hótelum ber …
Hæstiréttur staðfesti tvo dóma Landsréttar, þar sem tveimur hótelum ber að greiða fulla leigu þrátt fyrir takmarkanir stjórnvalda. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hæstiréttur hefur staðfest með tveimur dómum að annars vegar Flugleiðahótel verði að greiða Suðurhúsum ehf., í eigu Skúla Gunnar Sigfússonar sem iðulega er kenndur við Subway, tæpar 140 milljónir króna að viðbættum dráttarvöxtum vegna leiguskuldar.

Hins vegar skuli Fosshótel greiða Íþöku fasteignafélagi rúmar 110 milljónir króna ásamt dráttarvöxtum, einnig vegna leiguskuldar.

Töldu sig ekki geta efnt samninginn vegna takmarkana

Ágreiningurinn í báðum málunum var tilkominn vegna ráðstafana margra ríkja, sem settu ferða- og samkomutakmarkanir á þegna sína sem olli því að þeir komust ekki til landsins.

Í báðum málum byggðu hótelin málatilbúnaðinn sinn á því að faraldurinn hefði gert þeim ókleift að standa undir leigugreiðslum, þar sem ferðamönnum var hvort eð er óheimilt að ferðast til Íslands og þar af leiðandi gista á hótelum þeirra. 

Hótelin töldu að efndaskyldan til að greiða fulla leigu hefði fallið niður, á meðan ferðamenn komust ekki til Íslands á grundvelli Force majeure-reglunnar. Reglan mæli fyrir um að óviðráðanleg atvik, eins og Covid-19, valdi því að ómögulegt sé fyrir hótelin að greiða fulla leigu.

Force Majeure en samt ekki

Hæstiréttur tók undir það með hótelunum að Covid-19 hefði verið óviðráðanlegt atvik sem félli undir Force Majeure-regluna, sem hafði þá þýðingu að leigusamningarnir voru ekki vanefndir samkvæmt efni sínu. Þess vegna var leigufélögunum ekki heimilt að krefjast dráttarvaxta við greiðslufall leigu.

Hæstiréttur mat það svo að þótt stjórnvöld víða um heim hefðu sett ferða- og samkomutakmarkanir, fælu þær ekki í sér að hótelunum væri gert að loka starfseminni. Að auki hefðu eigendur þeirra haft full umráð yfir húsnæðinu á meðan heimsfaraldurinn stóð yfir.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK