Öllu bankaráði Landsbankans skipt út

Helga Björk Eiríksdóttir er formaður bankaráðs Landsbankans. Bankasýslan hefur ákveðið …
Helga Björk Eiríksdóttir er formaður bankaráðs Landsbankans. Bankasýslan hefur ákveðið að skipta út öllu bankaráðinu eftir ákvörðun stjórnarinnar að gera skuldbindandi tilboð í TM. Ljósmynd/Aðsend

Stjórn Bankasýslu ríkisins hefur ákveðið að velja nýja einstaklinga sem verða tilnefndir í bankaráð Landsbankans á aðalfundi hans í næstu viku. Þar sem Bankasýslan heldur, fyrir hönd ríkisins, á yfir 98% hlut í bankanum er ljóst að öllu bankaráðinu verður skipt út.

Kemur þetta í kjölfar skýrslu Bankasýslunnar sem birt var í dag vegna skuldbindandi tilboðs Landsbankans í allt hlutafé TM trygginga, en Bankasýslan segir það gegn eigendastefnu ríkisins og að ekki hafi verið farið viðhöfð upplýsingagjöf í samræmi við samning um almenn og sértæk markmið í rekstri bankans.

Bankaráð Landsbankans hefur sagt að Bankasýslan hafi verið upplýst um …
Bankaráð Landsbankans hefur sagt að Bankasýslan hafi verið upplýst um fyrirhuguð kaup bankans á TM, en Bankasýslan segir kaupin gegn eigendastefnu ríkisins og að upplýsingagjöf hafi verið ófullnægjandi. Samsett mynd

Verður með ákvörðun Bankasýslunnar öllum sjö aðalmönnum bankaráðsins skipt út, meðal annars formanni bankaráðsins, sem og öðrum af tveimur varamönnum.

Bankasýslan hefur tilnefnt eftirfarandi einstaklinga í bankaráð Landsbankans:

Aðalmenn:

  • Jón Þ. Sigurgeirsson, formaður
  • Eva Halldórsdóttir
  • Kristján Þ. Davíðsson
  • Rebekka Jóelsdóttir
  • Steinunn Þorsteinsdóttir
  • Þór Hauksson
  • Örn Guðmundsson

Varamenn:

  • Sigurður Jón Björnsson
  • Stefanía Halldórsdóttir

Einungis Sigurður Jón Björnsson situr nú sem varamaður í bankaráðinu. Núverandi bankaráð er skipað eftirfarandi einstaklingum:

Aðalmenn:

  • Helga Björk Eiríksdóttir, formaður
  • Berglind Svavarsdóttir, varaformaður
  • Elín H. Jónsdóttir
  • Guðbrandur Sigurðsson
  • Guðrún Ó. Blöndal
  • Helgi Friðjón Arnarson
  • Þorvaldur Jacobsen

Varamenn:

  • Sigríður Olgeirsdóttir
  • Sigurður Jón Björnsson
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka