Landsbankinn greiðir 16,5 milljarða króna í arð

Hagnaður bankans á árinu 2023 nam 33,2 milljörðum króna eftir …
Hagnaður bankans á árinu 2023 nam 33,2 milljörðum króna eftir skatta og arðsemi eiginfjár var 11,6%. mbl.is/sisi

Samþykkt var á aðalfundi Landsbankans í dag að bankinn greiði 16,5 milljarða króna í arð á árinu 2024.

Hagnaður bankans á árinu 2023 nam 33,2 milljörðum króna eftir skatta og arðsemi eiginfjár var 11,6%.

Um er að ræða besta rekstrarár í sögu bankans.

Formaður bankaráðs með tæpa milljón á mánuði

Samþykkt var á aðalfundinum að laun bankaráðs muni hækka um 3,2% á milli ára.

Nýr formaður bankaráðs mun fá greidd 909.000 krónur á mánuði, varaformaður 645.000 og bankaráðsmenn 521.000. Laun varamanna verða 261.000 krónur fyrir hvern setinn fund.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka