Það eigi að meta verðleika til launa

„Það á að meta verðleika til launa og verðleikar ráðast af því hverjir hæfileikar þínir eru, hvað þú getur lagt af mörkum og hversu mikil eftirspurn er eftir því. Það ræðst af frjálsum markaði og ekki hægt að mæla með því hvort þú sért með tiltekna gráðu eða ekki,“ segir

Björn Bryjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs aðspurður hvort meta eigi menntun til launa.
Hann er gestur í Dagmálaþætti sem sýndur er á mbl.is í dag.

Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs.
Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs.

Menntun breitt hugtak

Björn segir að menntun sé breitt hugtak og mikilvægast sé að horfa á gæði menntakerfisins.

„Til dæmis ef við hofrum á grunnskólakerfið þar sem börn eiga í erfiðleikum með lesskilning og stærðfræðiskilning. Það er mikið brottfall á efri stigum einkum hjá drengjum.“ Hann bætir við að menntun sé jákvæð í sjálfu sér og góð fyrir samfélagið. Fólk sem er vel menntað hefur aukna lýðræðislega vitund og tekur betri ákvarðanir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK