Nýsköpunarflóran á Íslandi fjölbreytt

Ásta Sóllilja Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri KLAK, segir að nýsköpunarflóran á Íslandi sé mjög fjölbreytt.

Þetta kemur fram í samtali við hana í Dagmálum á mbl.is.

Hún segir að til marks um það sé að umsóknir í Gullegginu í ár séu í 19 atvinnugreinaflokkum.

„Þetta eru fyrirtæki í túrisma, líftækni, gervigreind og fleiru. Það er líka virkilega ánægjulegt að sjá að frumkvöðlar eru að reyna að leysa vandamál í umhverfinu hverju sinni.“

Hún nefnir að í Gullegginu í ár hafi komið fram hugmynd um hvernig væri hægt að nýta harðnandi steypu til að hlífa innviðum við eldgosum.

Margir kostir

Spurð hverjir séu helstu kostir nýsköpunarumhverfisins segir Ásta þá vera marga.

„Það er mikill stuðningur við nýsköpun hér á landi. Það er mikill áhugi hjá fyrirtækjum að styðja við nýsköpun og auk þess er auðvelt að komast inn í sprotaumhverfið. Styrkjaumhverfið er gott og stjórnvöld hafa endurgreitt rannsóknar og þróunarkostnaðar sem er ótrúlega flott framtak,“ segir Ásta.

Áskrifendur Morgunblaðsins geta horft á þáttinn í heild sinni hér:

Ásta Sóllilja Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri KLAK, var gestur í Dagmálum.
Ásta Sóllilja Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri KLAK, var gestur í Dagmálum.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK