Stuðningsumhverfi nýsköpunar eflst

Stuðningsumhverfi nýsköpunar hefur eflst á undanförnum misserum. Þetta segir Ásta Sóllilja Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri KLAK, en hún er gestur Dagmála.

Hún segir að margir aðilar styðji við nýsköpun, ekki bara í Reykjavík heldur einnig úti á landi.

„Við erum nú með fimm eða sex vísisjóði sem fjárfesta í nýsköpun. Englasamfélagið er að styrkjast en nýlega voru stofnuð samtök englafjárfesta hér á landi. Þannig að ég myndi segja að íslenskt nýsköpunarumhverfi væri almennt mjög sterkt og gott.“

Bæta megi kaupréttarkerfi

Spurð hvað megi helst bæta í nýsköpunarumhverfinu segir Ásta að það væri áhugavert að sjá fjárfestingasjóði sem eru með lengri líftíma geta fjárfest og fylgt verkefnum lengur eftir.

„Það er klárlega eitthvað sem þarf en það eru miklar rannsóknir sem þarf á bak við og löng þróun og þá hentar það ekki hefðbundnum vísisjóðum og auk þess má nefna að stjórnvöld hafa gert ýmislegt til að bæta kaupréttarkerfi. Það mætti laga, því það er samkeppni um hæfileika og nýsköpunarfyrirtæki hafa ekki burði til að borga markaðslaun. Kaupréttir eru því eitthvað sem hægt er að veita því þá hafa starfsmenn hagsmuni af því að keyra sprotana áfram.“

Hún bætir við að hún telji einnig til bóta að það standi til að straumlínulaga umsóknir í samkeppnissjóð.

„Það eru plön um að gera það einfaldara. Sprotar eyða miklum tíma í að sækja um styrki og hægt er að taka þann pening sem sparast í umsýslu og nýta hann í að styrkja sjóðina.“

Áskrifendur Morgunblaðsins geta horft á þáttinn í heild sinni hér

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK