Áhrif kaupanna á TM hófleg að mati S&P

Búist er við að Landsbankinn mæti kaupunum með skuldabréfaútgáfu árin …
Búist er við að Landsbankinn mæti kaupunum með skuldabréfaútgáfu árin 2024-2025 mbl.is/Árni Sæberg

Kaup Landsbankans á Tryggingamiðstöðinni frá Kviku, skapar bankanum tækifæri á tryggingarmarkaði, og eykur fjölbreytni í tekjustoðum hans til langs tíma, að því er fram kemur í tilkynningu frá Landsbankanum.  

Í tilkynningunni er vísað til álits lánshæfismatsaðilans S&P global (S&P). 

Kaup­verðið er 28,6 millj­arðar króna, en það er mat S&P að kaupin muni hafa hófleg áhrif á eiginfjárhlutfall bankans og að bankinn muni mæta þeim áhrifum að hluta með víkjandi skuldabréfaútgáfu árin 2024-2025. 

Að kaupunum loknum muni framlag TM til rekstrartekna bankans þar að auki nema um 5% af heildartekjum, en í spá S&P er gert ráð fyrir að hagnaðarframlag muni smám saman raungerast á árunum 2025-2026.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka