Réttur fólks í gallamálum er mismunandi

Haukur Örn Birgisson er hæstaréttarlögmaður. Hann hefur mikla reynslu á …
Haukur Örn Birgisson er hæstaréttarlögmaður. Hann hefur mikla reynslu á sviði mála sem tengjast göllum í húsnæði, bæði nýju og eldra.

Svokallaður gallaþröskuldur, þegar mat er lagt á rétt fólks gagnvart leyndum göllum í húsnæði, er mjög mismunandi eftir landshlutum. Það skýrist af því að þröskuldur þessi markast af 10% af virði viðkomandi fasteignar. Haukur Örn Birgisson hæstaréttarlögmaður bendir á að það að skipta út ónýtu þaki kosti áþekka fjárhæð, hvort sem það gerist í Neskaupstað eða Reykjavík. Vegna þess hversu miklu hærra fasteignaverð er á síðarnefnda staðnum gæti gallinn fallið utan þeirra marka sem 10% reglan gerir ráð fyrir. Hann telur að breyta eigi þessum reglum og miða heldur við krónutölu sem eigi við alstaðar á landinu.

Stofnaði Eignarétt

Haukur hefur stofnað til þjónustu undir heitinu Eignaréttur en hann segir sífellt aukna þörf fyrir þjónustu vegna fasteignagallamála. Hann er gestur í nýjasta þætti Dagmála.

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK