Samþykkja að greiða Musk billjónir

Auðkýfingurinn Elon Musk.
Auðkýfingurinn Elon Musk. AFP/Sergei Gapon

Hluthafar rafbílaframleiðandane Tesla hafa samþykkt að greiða Elon Musk, eiganda fyrirtækisins, út 56 milljarða Bandaríkjadala og jafnframt samþykkt áætlun um að flytja höfuðstöðvar fyrirtækisins til Texas.

Dómari í Delaware-ríki Bandaríkjanna stöðvaði kaupin fyrr á árinu vegna áhyggna að þau væru ósanngjörn gagnvart hluthöfum.

Atkvæðagreiðslu ber að líta sem sigur fyrir auðkýfinginn, sem hafði barist ötullega fyrir útgreiðslunni, sem nemur um 7,8 billjónum íslenskra króna (7.807.520.000.000). Nákvæm fjárhæð er háð gengi hlutabréfa á fyrirtækinu.

Dómstólar gætu enn sagt nei

„Hver þremillinn, ég elska ykkur,“ sagði hann við hóp hluthafa sem hafði safnast saman í Texas fyrir ársfund fyrirtækisins í gær. Upphæðin er um 300 sinnum hærri en sú upphæð sem tekjuhæsti maður Bandaríkjanna fékk greitt á síðasta ári.

Atkvæðagreiðslan er þó ekki bindandi og hafa lögfræðingar sagt að ekki sé ljóst hvort dómstóllinn sem stöðvaði samninginn muni samþykkja hann í þetta skiptið.

„Atkvæðagreiðslan breytir engu,“ sagði Mathieu Shapiro, framkvæmdastjóri hjá lögmannsstofunni Obermayer Rebmann Maxwell & Hippel.

„Það veitir Tesla aðeins tækifæri til að reyna að nota atkvæðagreiðsluna til að ná betri niðurstöðu fram í tímann,“ sagði Shapiro.

„Það verður áhugavert að sjá hvort annar dómstóll sé tilbúinn að samþykkja atkvæðagreiðslu eftir að ákvörðun hefur verið tekin á fyrsta dómsstigi.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK