Markmið Íslands ósanngjörn, óskynsamleg og óraunhæf

Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir eitt umfangsmesta verkefni …
Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir eitt umfangsmesta verkefni SA og aðildarsamtaka hafa verið gerð loftslagsvegvísa atvinnulífsins. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Græn verðmætasköpun verður ekki til með skattlagningu eða þvingunaraðgerðum, hún verður til með markmiðum sem sátt ríkir um og hvatningu til góðra verka.“

Þetta kemur fram í aðsendri grein Sigríðar Margrétar Oddsdóttur, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sem birtist í ViðskiptaMogganum í dag.

Verðum að hafa hugrekki 

„Við verðum að hafa hugrekki til þess að segja hlutina eins og þeir eru. Þau markmið sem Ísland hefur skuldbundið sig til þess að ná fyrir árið 2030 eru allt í senn ósanngjörn, óskynsamleg og óraunhæf,“ skrifar Sigríður.

Hún segir það ekki draga úr mikilvægi markmiðanna og möguleikanum á að ná þeim til lengri tíma.

„Allir þeir sem hafa það hlutverk að berjast fyrir hagsmunum Íslands á alþjóðavettvangi þurfa að hafa kjark til þess að ná fram nauðsynlegum leiðréttingum á þessum markmiðum,“ skrifar hún.

Spurð um greinina segir Sigríður í samtali við mbl.is:

,,Hefðum við byrjað fyrir 15 árum síðan á þeim aðgerðum sem þarf að ráðast í værum við í allt annarri stöðu. Samstarf atvinnulífs og stjórnvalda er lykillinn að árangri.“

Furðuleg staða blasi við

Að óbreyttu blasi við sú furðulega staða að Ísland þurfi að greiða milljarða í grænar sektir og græna skatta verandi eitt grænasta verðmætasköpunarland heimsins. Þessi kostnaður muni draga úr möguleikum atvinnulífsins á að halda ótrauð áfram á grænni vegferð.

Sigríður segir eitt umfangsmesta verkefni á vegum Samtaka atvinnulífsins og aðildarsamtaka þess hafa verið gerð loftslagsvegvísa atvinnulífsins.

„Kjarninn í grænni stefnu atvinnulífsins, þvert á allar atvinnugreinar, er aðgengi að grænni orku, innviðauppbygging, einföldun regluverks og grænir hvatar.“

Hægt er að lesa greinina í heild sinni í ViðskiptaMogganum í dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK