Ný og nútímaleg verslun opnuð fyrir norðan

Bogi Þór Siguroddsson, stjórnarformaður Fagkaupa, ávarpaði gesti.
Bogi Þór Siguroddsson, stjórnarformaður Fagkaupa, ávarpaði gesti.

Verslanirnar Johan Rönning, Vatn & veitur og Ísleifur héldu vel heppnaða opnunarhátíð á Akureyri í síðustu viku, þar sem fagfólk á Norðurlandi fagnaði nýrri og glæsilegri 2.300 fermetra verslun sem er á Óseyri 1a. Viðburðurinn var afar vel sóttur en um 500 gestir mættu. Verslanirnar þrjár eru allar í eigu móðurfélagsins Fagkaupa.

Nýja verslunin er hönnuð með sjálfsafgreiðslu og góða þjónustu í …
Nýja verslunin er hönnuð með sjálfsafgreiðslu og góða þjónustu í huga

Í hinni nýju verslun er ný nálgun tekin hvað varðar framsetningu vara fyrir rafbúnað og pípulagnir þar sem viðskiptavinir geta nálgast flestar vörur sjálfir. Verslunin er hönnuð með sjálfsafgreiðslu í huga þar sem fagfólk getur nýtt sér app til innkaupa. Samtímis er þó lögð áhersla á að fagleg þjónusta sé ætíð til staðar fyrir þá sem þess óska.

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK