Landsbankinn og Defend Iceland hefja samstarf

Arinbjörn Ólafsson, framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs Landsbankans, og Theódór Ragnar Gíslason, stofnandi …
Arinbjörn Ólafsson, framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs Landsbankans, og Theódór Ragnar Gíslason, stofnandi og framkvæmdastjóri Defend Iceland. Samsett mynd

Landsbankinn og netöryggisfyrirtækið Defend Iceland hafa gert samning um aðgang að hugbúnaði villuveiðigáttar fyrirtækisins.

Þetta segir í tilkynningu frá Defend Iceland.

Tilgangur samningsins er að auka og styrkja varnir gegn árásum á net- og tölvukerfi Landsbankans.

Leggja áherslu á netöryggi

„Við í Landsbankanum höfum lengi lagt áherslu á netöryggi og fögnum framtaki Defend Iceland. Okkur finnst áhugavert hvernig Defend Iceland ætlar að efla almenna umræðu um netöryggi og byggja upp mikilvæga þekkingu hjá netöryggissérfræðingum,” er haft eftir Arinbirni Ólafssyni, framkvæmdastjóra upplýsingatæknisviðs Landsbankans.

Takist vel til muni starf Defend Iceland efla netöryggi og þannig stuðla að farsælli framtíð.

Netárásum fjölgar hratt

Í tilkynningunni er einnig haft eftir Theódóri Ragnari Gíslasyni, stofnanda og framkvæmdastjóra Defend Iceland, að markmið þeirra sé að búa til öruggara stafrænt samfélag með forvirkum öryggisaðgerðum. 

„Skipulögðum og alvarlegum netárásum á NATO-ríki fjölgar hratt. Samfélagslegir lykilinnviðir á borð við fjármálastofnanir eru þar sérstaklega undir og því bæði ánægjulegt og mikilvægt að stærstur hluti fjármálakerfis Íslands nýtir nú tækni okkar.”

„Það er okkur sérstakt ánægjuefni að bjóða Landsbankann velkominn í ört vaxandi hóp viðskiptavina Defend Iceland.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK