Ný hugbúnaðarlausn fyrir viðskiptavini KPMG

Mikael Arnarson, framkvæmdastjóri Advise, og Birna M. Rannversdóttir hjá KPMG.
Mikael Arnarson, framkvæmdastjóri Advise, og Birna M. Rannversdóttir hjá KPMG. Ljósmynd/Aðsend

KPMG og hugbúnaðarfyrirtækið Advise hafa undirritað samstarfssamning sem býður viðskiptavinum KPMG upp á hugbúnaðarlausnina „Advise Business Monitor“.

Hugbúnaður Advise veitir fyrirtækjum rauntímaupplýsingar er við koma rekstri fyrirtækisins. Þannig býður hugbúnaðarlausnin upp á meðal annars uppfæranlegar rekstrargreiningar, mælaborð og aðgangsstýringu, segir í tilkynningu. 

Stefna að tengingu fleiri bókhaldskerfa

Lausn Advise býr yfir forsniðnum tengingum við bókhaldskerfi DK, Microsoft Business Central, Navision, Reglu og Payday. Félög sem færa bókhald sitt með ofangreindum kerfum geta þannig tengt fjárhagsbókhald sitt við Advise og stillt upp rekstrargreiningum og mælaborðum út frá þörfum. 

Advise stefnir að því að tengja fleiri bókhaldskerfi við lausnina með tímanum. 

„Samstarf okkar við KPMG byggir á sameiginlegu markmiði okkar að aðstoða stjórnendur og aðra hagaðila fyrirtækja að ná árangri í sínum rekstri með ákvörðunum sem byggja á greinargóðum fjárhagsupplýsingum. Ég er spenntur að ganga til samstarfsins við KPMG,“ er haft eftir Mikael Arnarsyni, framkvæmdastjóra Advise, í tilkynningu. 

„Með því að sameina víðtæka þekkingu sérfræðinga okkar hjá KPMG við öflug rekstrarmælaborð Advise getum við veitt viðskiptavinum okkar enn verðmætari þjónustu og ráðgjöf. Þannig geta þau fengið betri innsýn inn í rekstur síns félags og gripið þau tækifæri sem til staðar eru á hverjum tíma. Við hlökkum til að kynna viðskiptavinum okkar fyrir þessari spennandi lausn,“ er haft eftir Birnu M. Rannversdóttur hjá KPMG.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK