Sigríður stýrir stafrænni umbreytingu hjá Veitum

Sigríður Sigurðardóttir.
Sigríður Sigurðardóttir. Ljósmynd/Aðsend

Sigríður Sigurðardóttir hefur verið ráðin stjórnandi nýs sviðs stafrænnar umbreytingar hjá Veitum. Sviðið ber ábyrgð á þróun og eflingu stafrænna innviða Veitna.

Áhersla verður lögð á viðskiptagreind og gagnavísindi með það að markmiði að hámarka árangur, greina ný tækifæri og tryggja skilvirka eftirfylgni, að því er segir í tilkynningu. 

Sigríður hefur starfað hjá Veitum undanfarin fimm ár. Áður starfaði hún hjá Arion banka og Matís. Hún er með doktorsgráðu í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands. Hún tók hluta af doktorsnáminu við Berkeley-háskóla í Kaliforníu auk Chalmers-tækniháskólann í Gautaborg.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK