Fá það besta úr báðum heimum

Sjö íslensk félög eru skráð í tvær kauphallir og eitt …
Sjö íslensk félög eru skráð í tvær kauphallir og eitt í þrjár. Ljósmynd/Aðsend

Viðskipti með félög sem eru tvískráð í kauphöll, þ.e. bæði á Íslandi og í útlöndum, eru almennt meiri hér heima en í útlensku kauphöllinni. „Með fáeinum undantekningum má segja að við séum með meirihluta viðskiptanna, og stundum miklu meiri,“ segir Magnús Harðarson, forstjóri íslensku kauphallarinnar, í samtali við Morgunblaðið.

Magnús Harðarson er forstjóri Kauphallar Íslands, Nasdaq OMX Iceland.
Magnús Harðarson er forstjóri Kauphallar Íslands, Nasdaq OMX Iceland. Eggert Jóhannesson

Af þeim þrjátíu og þremur fyrirtækjum sem skráð eru í íslensku kauphöllina eru sjö einnig skráð erlendis. Eitt félaganna er meira að segja þrískráð; málmleitarfyrirtækið Amaroq sem er skráð á Íslandi, í Lundúnum í Englandi og í Toronto í Kanada.

Hin félögin sex eru Arion banki, skráður í Stokkhólmi og Íslandi, Kaldvík skráð í Osló og Íslandi, Oculis í New York og á Íslandi, Arnarlax í Osló og Íslandi, Alvotech í New York og Íslandi og Marel í Amsterdam og Íslandi.

Magnús segir að með tvískráningu séu félögin að fá aukinn seljanleika.

„Það ánægjulegasta af öllu er að þetta er raunverulega aukinn seljanleiki. Viðskiptin úti eru ekki að minnka út af viðskiptunum hér.“ 

Lengi skráð úti

Magnús tekur Amaroq sem dæmi. Það hafi lengi verið skráð úti áður en það kom til Íslands. „Amaroq byrjaði í Kanada, færði sig svo til Lundúna og þrískráði sig svo á Íslandi. Ef maður lítur yfir viðskiptin með fyrirtækið frá upphafi og skoðar tímapunktinn þar sem viðskipti á Íslandi hefjast má sjá að það er hrein viðbót. Það er því gleðilegt að íslenski markaðurinn er að þjónusta fyrirtækin bæði með fjármögnun og seljanleika. Að öllu jöfnu ætti hvort tveggja að auka virði félaganna.“

Lestu ítarlegri umfjöllun í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK