Hlutfall kvenna í stjórnum lækkar

Hagstofa Íslands segir hlutfallið lækka á milli ára.
Hagstofa Íslands segir hlutfallið lækka á milli ára. mbl.is/Árni Sæberg

Hlutfall kvenna í stjórnum stórra fyrirtækja, það er með 50 launamenn eða fleiri, þar sem stjórnarmenn voru fjórir eða fleiri, var 41,4% í tilfelli almennra hlutafélaga á síðasta ári og 36,5% í einkahlutafélögum.

Samsvarandi hlutfall var 41,8% og 38,3% á árinu 2022 og lækkar því hlutfall kvenna í stjórnarformum af þessu tagi lítillega á milli ára, að sögn Hagstofu Íslands.

Í stjórnum stórra fyrirtækja með þrjá stjórnarmenn var hlutfall kvenna 35,9% fyrir almenn hlutafélög og 32,8% fyrir einkahlutafélög.

Samsvarandi hlutfall var 38,3% og 33,6% á fyrra ári. Í stórum einkahlutafélögum með tvo stjórnarmenn var samsvarandi hlutfall 25,4% en var 21,0% árið 2022.

„Hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja hefur farið heldur hækkandi síðasta áratug en lækkar nú frá fyrra ári fyrir flest stjórnarform stórra félaga. Almennt má merkja að hlutfall kvenna í stjórnum félaga sé hærra bæði þegar stærð stjórna og stærð fyrirtækja er meiri heldur en minni. Þá er hlutfallið hærra í almennum hlutafélögum en í einkahlutafélögum,” segir í tilkynningu Hagstofunnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK