Afkomuspá eftir að óvissu hefur verið eytt

Stjórn Sýnar hefur gefði út afkomuspá.
Stjórn Sýnar hefur gefði út afkomuspá. mbl.is/Hari

Stígandi verður í rekstrarhagnaði Sýnar á síðari hluta ársins, að því er kemur fram í afkomuspá stjórnar félagsins fyrir árið 2024. 

Spáin gerir ráð fyrir að rekstrarhagnaður (EBIT), án nokkurra leiðréttinga vegna einskiptiskostnaðarliða, verði 900-1.100 milljónir króna.

Fram kemur í tilkynningu til Kauphallar að samhliða birtingu ársuppgjörs Sýnar í febrúar hafi verið ákveðið að gefa ekki út afkomuspá fyrir yfirstandandi rekstrarár, meðal annars vegna óvissu um framtíðareignarhald vefmiðla og útvarpsstöðva. Nú þegar þeirri óvissu hafi verið eytt, og mikilvægum áföngum verið náð í rekstri, telji stjórnin rétt að birta afkomuspá fyrir árið 2024.

Fram kemur að á fyrstu mánuðum ársins hafi skilvirkni innan samstæðu Sýnar aukist með samhentu átaki starfsmanna félagsins. Áhrifanna muni að mestu leyti gæta í afkomu næsta árs.

„Þá er ljóst að nýlegur samningur félagsins um sýningarrétt á enska boltanum mun skila félaginu enn frekari ávinningi auk fyrirhugaðrar sölu á tilteknum viðskiptalausnum út úr Endor. Áfram verður leitað leiða til að auka skilvirkni innan félagsins enn frekar," segir í tilkynningunni.

Höfuðstöðvar Sýnar.
Höfuðstöðvar Sýnar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fram kemur einnig að þrennt þurfi að hafa í huga þegar fyrri helmingur ársins 2024 sé borinn saman við fyrra ár:

„1) Farsímatekjur voru lægri á 1F 2024 og þá aðallega vegna svokallaðra IoT tekna líkt og fram kom í síðustu afkomutilkynningu, 2) afskriftir sýningarétta eru hraðari árið 2024 og 3) í rekstrarhagnaði (EBIT) ársins 2023 voru jákvæð áhrif tengd uppgjöri á samningsskuldbindingum við erlendan birgja að fjárhæð 529 m.kr., auk þess sem sjóðstreymi 2023 var lakara um 1.213 m.kr. vegna fyrrgreinds uppgjörs. Félagið hefur áður upplýst um áhrif hraðari afskrifta sem eru jákvæð breyting til lengri tíma, en vert er að benda sérstaklega á það þegar afkoma og rekstrarmarkmið eru borin saman við fyrra ár."

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK