Bókfæra mikinn hagnað eftir skráningu

Guðbjörg Matthíasdóttir, aðaleigandi Ísfélagsins í Vestmannaeyjum, hringdi inn fyrstu viðskiptin …
Guðbjörg Matthíasdóttir, aðaleigandi Ísfélagsins í Vestmannaeyjum, hringdi inn fyrstu viðskiptin þegar viðskipti með bréf félagsins hófust í Kauphöllinni í desember sl. Ljósmynd/Nasdaq

Bók­færður hagnaður eign­ar­halds­fé­lags­ins Fram ehf. nam í fyrra um 22,3 millj­örðum króna. Fram er móður­fé­lag ÍV fjár­fest­inga­fé­lags, sem á um 49% hlut í Ísfé­lag­inu. Nær all­ur hagnaður­inn er til kom­inn eft­ir að Ísfé­lagið var skráð á markað und­ir lok síðasta árs og því metið á markaðsvirði í bók­um Fram.

Fram er í eigu Guðbjarg­ar Matth­ías­dótt­ur og fjög­urra sona henn­ar. Bók­færðar eign­ir fé­lags­ins námu í lok síðasta árs um 48 millj­örðum króna, sem eru að mestu eign­ar­hlut­ir í dótt­ur- og hlut­deild­ar­fé­lög­um, og eig­in­fjár­hlut­fall fé­lags­ins var um 99,6%. Fram ehf. átti áður tæp­lega 90% hlut í Ísfé­lagi Vest­manna­eyja, sem sam­einaðist Ramma hf. á Sigluf­irði um mitt síðasta ár og var í kjöl­farið skráð sem fyrr seg­ir í des­em­ber sl. Með því hef­ur fjöl­skylda Guðbjarg­ar losað nokkuð um hlut sinn. Bók­fært virði ÍV fjár­fest­inga í Ísfé­lag­inu var í lok síðasta árs um 28,1 millj­arður króna. Þá er bók­færður eign­ar­hlut­ur í öðrum skráðum fé­lög­um um 481 millj­ón króna.

Í árs­reikn­ingi Fram seg­ir að hand­bært fé sé um 10,6 millj­arðar króna. Þá á fé­lagið um 0,13% hlut í Hampiðjunni og tæp­lega 2% hlut í AC eign­ar­haldi hf.

Stjórn fé­lags­ins legg­ur til í árs­reikn­ingi að ekki verði greidd­ur arður til hlutafa á þessu ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK