Danski seðlabankinn lækkar stýrivexti

Frá ráðhústorginu í Kaupmannahöfn.
Frá ráðhústorginu í Kaupmannahöfn. mbl.is/Sigurður Bogi

Seðlabanki Danmerkur tilkynnti í dag um lækkun stýrivaxta um 0,25 prósentustig og verða vextir frá og morgundeginum 3,5 prósent.

Í frétt TV2 segir að þetta sé önnur vaxtalækkun danska seðlabankans á árinu og hún kemur í kjölfar þess að í dag tilkynnti evrópski seðlabankinn um að stýrivextir bankans hafi verið lækkaðir um 0,25 prósentustig og eru 3,5%.

„Þetta eru lítil skref, en það er líklega ekki það síðasta sem við munum sjá á þessu ári,“ segir Jeppe Juul Borre, aðalhagfræðingur Arbejdernes Landsbank.

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað í síðasta mánuði að halda vöxtum bankans óbreyttum. Þeir eru 9,25% og hafa verið óbreyttir í rúmt ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK