Stefnir í fyrstu vaxtalækkun í fjögur ár

Menn bíða spenntir eftir því að heyra hvað Powell seðlabankastjóri …
Menn bíða spenntir eftir því að heyra hvað Powell seðlabankastjóri segir í dag. AFP

Allt út­lit er fyr­ir að seðlabanki Banda­ríkj­anna muni til­kynna um stýri­vaxta­lækk­un í dag, en það yrði þá fyrsta lækk­un­in frá ár­inu 2020. 

Það er þó óljóst hversu mik­il lækk­un­in muni verða, en ákvörðunin hef­ur áhrif á stöðu viðskipta­banka og annarra lána­stofn­ana sem og rekst­ur fyr­ir­tækja.

Seðlabanki Banda­ríkj­anna sendi frá sér yf­ir­lýs­ingu um að ann­ar dag­ur fund­ar­halda hjá pen­ina­stefnu­nefnd bank­ans hafi haf­ist kl. 9 að staðar­tíma í Washingt­on í Banda­ríkj­un­um (kl. 13 að ís­lensk­um tíma). Ákvörðunin verði síðan til­kynnt síðar í dag og í kjöl­farið hald­inn blaðamanna­fund­ur með Jerome Powell, seðlabanka­stjóra Banda­ríkj­anna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK