Beint: Samtaka um grænar lausnir

Græn orka er lykill að orkuskiptum og kolefnishlutleysi Íslands. Á komandi starfsári Samtaka atvinnulífsins er kastljósinu beint að grænni orku og grænum lausnum. Sú vegferð hefst í dag undir yfirskriftinni Samtaka um grænar lausnir.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá SA. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu hér fyrir neðan:

„Við fáum stöðu og horfur beint í æð í erindum Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra Íslands, Eyjólfs Árna Rafnssonar, formanns SA og Sigríðar Margrétar Oddsdóttur, framkvæmdastjóra SA.

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Árni Stefánsson, forstjóri Húsasmiðjunnar, og Kristín Linda Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, rýna í niðurstöður nýrrar könnunar Gallup um afstöðu almennings og fyrirtækja til orku- og loftslagsmála, undir fundarstjórn Þórðar Gunnarssonar, hagfræðings. Þá er púlsinn tekinn á forystusveit aðildarsamtaka SA ásamt hugvekjum nýsköpunarfyrirtækja,“ segir í tilkynningunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK