Lánshæfiseinkunnir ríkisins hækka

Fyrirtækið segir einkuninna geta lækkað ef að ríkisstjórnin víkur verulega …
Fyrirtækið segir einkuninna geta lækkað ef að ríkisstjórnin víkur verulega frá áætlunum í ríkisfjármálum. mbl.is/Árni Sæberg

Lánshæfismatsfyrirtækið Moody's Ratings (Moody's) hækkaði í dag lánshæfiseinkunnir íslenska ríkisins í innlendum og erlendum gjaldmiðlum úr A2 í A1. 

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef stjórnarráðsins

Í tilkynningunni segir að helsta ástæðan fyrir hækkun lánshæfismatsins sé vegna bættrar stöðu í ríkisfjármálum með minni fjárlagahalla og lækkandi skuldahlutfalli ríkisins. 

Telja fjármálaáætlun stjórnvalda trúverðuga

„Moody's væntir þess að staða ríkisfjármála styrkist áfram og að hallarekstur ríkissjóðs minnki í samræmi við fjármálaáætlun stjórnvalda, sem matsfyrirtækið telur trúverðugar,“ segir í tilkynningunni. 

Þá segir að samkomulag um úrvinnslu skuldbindinga ÍL-sjóðs og áframhaldandi sala á hlutabréfum í eigu ríkisins í Íslandsbanka muni á endanum leiða til einskiptis lækkunar skuldahlutfallsins. 

Aðhald í ríkisfjármálum næstu árin

„Stöðugar horfur endurspegla jafnar líkur á hækkun eða lækkun lánshæfismats. Moody´s gerir ráð fyrir að aðhald í ríkisfjármálum haldi áfram á næstu árum í samræmi við fjármálaáætlun stjórnvalda. Búist er við að hagkerfið vaxi kröftuglega á næsta ári, eftir hægan vöxt á þessu ári sem leiðir af sé aðhaldssamri peninga- og ríkisfjármálastefnu.“

Þá segir að einkunn Moody's geti hækkað enn frekar ef að skuldahlutfall ríkissjóðs heldur áfram að lækka hraðar en forsendur Moody's gera ráð fyrir. Þá getur einkunnin hækkað enn frekar ef að áframhaldandi fjölbreytni í efnahagslífinu dregur úr sveiflum í hagvexti. 

Hins vegar gæti einkunnin lækkað ef ríkisstjórnin víkur verulega frá áætlunum í ríkisfjármálum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK