Seðlabankastjóri: „Vaxtalækkunarferlið er hafið“

Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri segir aðhaldið sé nægilegt að mati bankans.
Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri segir aðhaldið sé nægilegt að mati bankans. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að ómögulegt sé að ganga í gegnum tímabil með miklum hækkunum á fjármagnskostnaði en samhliða hægja á efnahagslífinu án þess að fólk missi vinnuna eða vanskil skapist. Hann segir í samtali við Morgunblaðið að vaxtalækkunarferlið sé hafið.

Seðlabankastjóri kveðst vera bjartsýnn á að lendingin verði mjúk. Hagkerfið sé að fara úr þenslutímabili þar sem hagvöxtur var mikill en landsframleiðsla jókst um 20 prósent á þremur árum.

Engin lánabóla í gangi

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands tilkynnti á fundi sínum í gær að stýrivextir yrðu lækkaðir um 0,25%, eða úr 9,25% í 9,0%. Flestir greiningaraðilar höfðu spáð óbreyttum stýrivöxtum.

Ásgeir bendir á að Seðlabankinn hafi reynt að fara í fyrirbyggjandi aðgerðir, til dæmis með því að setja á lánþegaskilyrði til að þrýsta á viðskiptabankana að veita lán með ábyrgum hætti.

„Uppsveiflan á fasteignaverði hefur ekki verið keyrð áfram af aukningu útlána. Það er engin lánabóla í gangi þannig að það gefur mér von um að við förum í gegnum þessa erfiðleika án þess að veruleg vandamál skapist,“ segir Ásgeir.

„Í ljósi þess hve stýrivextir voru háir, 9,25 prósent, þá eru beinu áhrifin af lækkuninni nú ekki mikil sem slík. Væntingaáhrifin geta aftur á móti orðið töluverð,“ segir Ásgeir.

„Það sem skiptir máli er að vaxtalækkunarferlið er hafið og við fylgjum eftir þeim jákvæðu vísbendingum sem komið hafa fram.“

Aðhaldið nægilegt

Ásgeir segir að Seðlabankinn meti það sem svo að aðhaldið sé nægilegt með svo hátt raunvaxtastig.

Spurður hvort hann sé bjartsýnn á þróun efnahagsmála næstu misserin segir Ásgeir að svo sé.

„Ég er tiltölulega bjartsýnn. Við erum að fara úr þenslutímabili þar sem hagvöxtur var mikill en hagkerfið jókst um 20 prósent á þremur árum. Nú er að hægjast á hagkerfinu og það þarf líka að gerast. Peningastefnan okkar er að hafa áhrif,“ segir Ásgeir.

Greinin birtist í Morgunblaðinu í dag og er hluti af lengra viðtali við seðlabankastjóra sem mun birtast á mbl.is um helgina.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK