Innherji er skoðanadálkur ViðskiptaMoggans
Seigla heimila og fyrirtækja í mikilli verðbólgu og háu vaxtastigi hefur verið eftirtektarverð undanfarin misseri. Vanskil hafa verið í lágmarki og atvinnustig hátt.
Nú blasir hins vegar við önnur staða. Hátt raunvaxtastig er farið að hafa slæm áhrif á mörg heimili og fyrirtæki. Það er þungt hljóðið í þeim fyrirtækjaeigendum sem ViðskiptaMogginn hefur rætt við og sömu sögu er að segja hjá almenningi.
Framkvæmdastjóri fjármálastöðugleikasviðs Seðlabankans sagði í viðtali sem birtist í ViðskiptaMogganum síðastliðinn miðvikudag að líklegt væri að vanskil myndu aukast í þessu ástandi. Bankinn viðurkennir loks stöðuna í stað þess að benda ítrekað á að allir ráði við sitt og vanskil séu lítil.
Seðlabankastjóri tók undir þetta í viðtali sem birtist á fimmtudag í Morgunblaðinu og sagði að ekki væri hægt að ná mjúkri lendingu án þess að vanskil myndu aukast og fyrirtæki grípa til uppsagna. Þetta fór hljótt, ekki allir sem áttuðu sig á þessum þungu orðum seðlabankastjóra.
Peningastefnunefnd Seðlabankans tilkynnti á miðvikudag að stýrivextir yrðu lækkaðir úr 9,25% í 9,0%. Bein áhrif af þessum hækkunum munu, eins og gefur að skilja, ekki vera mikil en almenningur eygir von. Sama dag var reyndar opið til miðnættis í Smáralindinni og erfitt að finna stæði, lækkandi vextir og mánaðamót hjálpuðu greinilega þar til.
Fjármálaráðherra sagði í nýlegu opnuviðtali við ViðskiptaMoggann að við bærum öll áhrif á efnahagsástandinu. Sérstök orð enda ættu stjórnmálamennirnir sjálfir að taka meira af þeirri ábyrgð en almenningur. Íslenska hagkerfið mun komast í gegnum þessa áskorun rétt eins og það hefur alltaf gert. Seðlabankastjóri er bjartsýnn og ferli vaxtalækkunar er hafið. Hnífurinn er að gera sitt gagn.