ENNEMM semur við MIT DesignX í Boston

Will Owen og Lauren Parks frá MIT kynna samstarfið.
Will Owen og Lauren Parks frá MIT kynna samstarfið.

Auglýsingastofan ENNEMM hefur gert samstarfssamning við MIT DesignX sem er alþjóðleg deild innan Massachusetts Institute of Technology-háskólans í Boston.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá ENNEMM.

Deildin sérhæfir sig samkvæmt tilkynningunni í svokölluðu Design Futures sem snýst um nýja og þverfaglega hugsun í mörkun og stefnumótun, nýsköpun í frumkvöðlafræði og rannsóknir á virkni samfélagsáhrifa til framtíðar.

Í tilkynningunni segir að aðild að MIT DesignX geri ENNEMM kleift að bjóða viðskiptavinum stóreflda þjónustu á sviði stefnumótunar og mörkunar fyrir bæði vörumerki og fyrirtæki.

Svafa styður innleiðingu

Svafa Grönfeldt, prófessor við MIT, mun styðja starfsfólk stofunnar við innleiðingu og staðfærslu aðferðafræðinnar ásamt öðrum sérfræðingum frá MIT DesignX.

Boðið verður upp á að halda vinnustofur bæði hérlendis og í höfuðstöðvum MIT DesignX í Boston þar sem geta skapast dýrmæt tengsl við margt af fremsta fagfólki heims á þessu sviði.

„Það er einstaklega ánægjulegt að taka þetta skref með ENNEMM og flytja þá þekkingu og reynslu sem við búum að í MIT DesignX hingað til Íslands. Við vitum að íslenska markaðssamfélagið er bæði móttækilegt og tilbúið að tileinka sér öflugar nýjungar á þessu sviði enda þurfa íslensk fyrirtæki jafnan að takast á við örari og meiri breytingar en víðast hvar. Það er þeim því mikilvægt að búa sig vel undir ólíkar sviðsmyndir og ráða yfir þekkingu og aðferðum til að bæði bregaðst við og móta þá framtíðarmöguleika sem gerir þeim kleift að ná árangri við ólík skilyrði“, segir Svafa í tilkynningunni.

Jón Sæmundson framkvæmdastjóri ENNEMM segir í tilkynningunni að stofan vilji vinna þétt með viðskiptavinum. „Við hjá ENNEMM höfum alla tíð lagt mikla áherslu á traustan grundvöll í markaðsstarfi og viljum ævinlega vinna þétt með okkar viðskiptavinum að stefnumótun og mörkun. Með samstarfinu við MIT DesignX getum við boðið enn dýpri og verðmætari mörkunarvinnu sem gerir fyrirtækin sterkari og tilbúnari að mæta breyttum markaðsforsendum og gerir þannig alla markaðs- og auglýsingavinnunna árangursríkari og arðbærari til langs tíma.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK