Íhuga aðgerðir gegn Google

Google gæti þurft að veita samkeppnisaðilum sínum aðgang að upplýsingum …
Google gæti þurft að veita samkeppnisaðilum sínum aðgang að upplýsingum úr leitarvél fyrirtækisins. AFP/Pau Barrena

Bandaríska dómsmálaráðuneytið ætlar að krefjast þess að tæknirisinn Google geri miklar breytingar á viðskiptaháttum sínum.

Einnig er það að íhuga möguleikann á því að brjóta upp fyrirtækið eftir að úrskurður var kveðinn upp í ágúst um að það væri í einokunarstöðu.

Í dómsskjali sagðist ráðuneytið íhuga aðgerðir sem fælu í sér kerfisbreytingar sem myndu hafa áhrif á eignarhald Google á snjallsímforritinu Android eða vafranum Chrome.

Dómsmálaráðuneytið sagðist einnig hugsanlega ætla að óska eftir því að sérstakir notkunarsamningar Google við önnur stórfyrirtæki á borð við Apple yrðu bannaðir.

Einnig gæti Google þurft að veita samkeppnisaðilum sínum aðgang að upplýsingum úr leitarvél fyrirtækisins.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK