Olís opnar bílaþvottastöðvar

Samdráttur í var í tekjum Olís vegna lægra heimsmarkaðsverðs á …
Samdráttur í var í tekjum Olís vegna lægra heimsmarkaðsverðs á olíu og einskiptisverkefna. mbl.is/Sigurður Bogi

Olís mun opna fyrstu Glans bílaþvottastöðina við Langatanga í Mosfellsbæ á haustmánuðum. Þetta er meðal þess sem fram kemur í fjárfestakynningu Haga sem birt var í morgun.

Fleiri stöðvar Glans munu svo líta dagsins ljós í kjölfarið eða á árinu 2025. Lögð verður áhersla á hraða þjónustu án þess að gæðum sé fórnað - afkastageta þvottastöðva félagsins verður mikil. 

Samdráttur í var í tekjum Olís vegna lægra heimsmarkaðsverðs á olíu og einskiptisverkefna. Framlegð í fyrra sterkari en nú.

Úr fjárfestakynningu Haga fyrir annan ársfjórðung 2024-2025.
Úr fjárfestakynningu Haga fyrir annan ársfjórðung 2024-2025.

Tekjur á öðrum fjórðungi hjá Olís námu tæpum 14,8 milljörðum króna og drógust saman um 2,3% á milli ára. EBITDA nam 1.040 milljónum króna og dróst töluvert saman á milli ára, eða um tæp 40%. 

Aukin aðsókn hjá Bónus

Vörusala á öðrum fjórðungi hjá Bónus nam 23,4 milljörðum króna og jókst um 6,5% frá fyrra ári, afkoman styrkist hlutfallslega meira á milli ára. Í fjárfestakynningunni segir að framhaldandi aukin umsvif, viðskiptavinum fjölgar enn og hafa aldrei verið fleiri – lítilsháttar fækkun stykkja sem rata í hverja körfu. 

Notkun á Gripið & Greitt eykst áfram og er nú í boði í 7 verslunum og munu 4 nýjar bætast við á næstunni – 25% aukning í notendum á appi á síðustu 3 mánuðum.

Afkoma hjá Hagkaupum styrkist milli ára 

Vörusala á öðrum ársfjórðunri nam 5,8 milljöðrum króna og jókst heldur frá fyrra ári – rekstur og afkoma styrkjast talsvert á milli ára  Aðsókn enn sterk í sögulegu samhengi, en seldum stykkjum fækkar þó lítillega frá fyrra ári – áhrif bruna í Kringlu og breytt samsetning vörukaupa. 

Mikil áhersla á rekstrartengd mál á síðustu misserum til að bæta afkomu – almenn hagræðing, aðlögun vöruvals, hilluröðun og uppsetning verslana. 

Samdráttur í tekjum vegna lægra heimsmarkaðsverðs á olíu og einskiptisverkefna. Framlegð í fyrra sterkari en nú.

Nýrri netverslun með áfengi tekið vel

Á uppgjörsfundi Haga sagði Finnur Oddson, forstjóri Haga að markmiðið með netversluninni væri einfalt. Það er að bregðast við breyttri neysluhegðun og auka þægindi. Hann lagði auk þess áherslu á að koma í veg fyrir aðgengi ungs fólks að áfengi.

Hagar setja strangari reglur en almennt tíðkast um sölu og framsetningu áfengis hérlendis með það að markmiði að stuðla að ábyrgri kauphegðun og sjónarmiðum um lýðheilsu. 

Netverslun með áfengi á vegum Hagar Wine B.V., dótturfélags Haga, tók til starfa í september eftir langan undirbúning en Mogunblaðið greindi fyrst frá þeim áformum.

Vatnaskil í málaflokknum urðu á síðasta ári er tengjast erlendri réttarframkvæmd, starfsemi samkeppnisaðila, áralöngum rekstri netverslana hérlendis með áfengi og tilmælum embættismanna.

Horfur í rekstri jákvæðar

Í fjárfestakynningunni segir að rekstrarumhverfið hefur þróast til betri vegar á undanförnum mánuðum í ljósi þeirra kjarasamninga sem gerðir voru til lengri tíma og lækkandi verðbólgu. Þá hefur hægt á neyslu heimila en verslanir Bónus eru sérstaklega sterkar í slíku árferði.

Rekstur helstu eininga gengur vel og skilvirkni rekstrar hefur aukist. Nýjar stoðir í rekstri og tengd félög hafa jákvæð áhrif á afkomu, og væntingar um að svo verði áfram.

Úr fjárfestakynningu Haga fyrir annan ársfjórðung 2024-2025.
Úr fjárfestakynningu Haga fyrir annan ársfjórðung 2024-2025.

Fjárhagsleg staða samstæðunnar er sterk og fjármögnun tryggð en lækkandi verðbólga og stýrivextir draga úr fjármagnskostnaði.

Þá eru tækifæri fyrir Haga að byggja upp nýja tekjustrauma til að takast á við þær aðstæður sem upp geta komið í íslensku efnahagslífi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK