Fylgjast með kolefnislosun á stjórnarfundum

„Sjálfbærni er ekki mjúkt mál heldur grjótharður veruleiki fyrirtækja og ég trúi því að þau fyrirtæki sem taka þennan málaflokk föstum tökum muni skara fram úr í framtíðinni og ná samkeppnisyfirburðum,“ segir Andri Þór Guðmundsson forstjóri Ölgerðarinnar spurður hvort áhersla Ölgerðarinnar á mjúk mál, sem vakið hefur bæði jákvæð og neikvæð viðbrögð, hafi haft góð eða slæm áhrif á reksturinn.

Andri Þór var gestur í viðskiptahluta Dagmála sem sýndur er á mbl.is í dag.

Hann segist efast um að það séu mörg fyrirtæki sem fylgist með kolefnislosun á stjórnarfundum líkt og Ölgerðin gerir.

„Okkur hefur tekist að minnka kolefnislosun um fjölda prósenta þrátt fyrir að tvöfalda veltuna, þetta eru grjótharðir peningar. Við munum ekki greiða fyrir þá losun sem okkur tekst að losa okkur við. Þetta snýst um rekstur,“ segir Andri Þór.

En eykur þetta ekki kostnaðinn?

Vissulega en það eru sóknarfæri líka,“ segir Andri Þór. 

Þáttinn í heild sinni má nálgast hér:

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK