Fanga losun frá stóriðju og nýta í eldsneyti

Hópmynd sem tekin var á fundi Carbon Iceland á Hilton …
Hópmynd sem tekin var á fundi Carbon Iceland á Hilton Reykjavik Nordica. Ljósmynd/Anton Brink

Guðlaug­ur Þór Þórðar­son, um­hverf­is-, orku-, og lofts­lags­ráðherra hef­ur ýtt úr vör sam­starfi inn­lendra og er­lendra tæknifyr­ir­tækja um að fanga þá los­un sem kem­ur frá stóriðju á Íslandi og nota til fram­leiðslu á um­hverf­i­s­vænu eldsneyti fyr­ir fiski­skipa­flot­ann og önn­ur flutn­inga­fyr­ir­tæki á sjó, landi og lofti.

Full­trú­ar er­lendra stór­fyr­ir­tækja, inn­lendra aðila og stjórn­valda funduðu ný­verið í Reykja­vík.

Búnaður frá Mitsu­bis­hi Hea­vy Industries

Föng­un­in mun byggja á reynd­um búnaði og tækni frá jap­anska fyr­ir­tæk­inu Mitsu­bis­hi Hea­vy Industries. Tækni og þekk­ing frá Siem­ens Energy er einnig notuð í verk­efn­inu. Car­bon Ice­land hef­ur skrifað und­ir samn­ing við Norðurál um að taka fyrstu skref í að aðlaga fyr­ir­liggj­andi tækni við CO2-föng­un frá ál­ver­inu á Grund­ar­tanga. Viðræður við fleiri stóriðju­fyr­ir­tæki eru langt komn­ar.

Frá umræðum á fundi ráðherra umhverfis-, orku- og loftslagsmála og …
Frá umræðum á fundi ráðherra um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­mála og þeirra sem koma að Car­bon Ice­land-verk­efn­inu. Ljós­mynd/​Ant­on Brink

Full­trú­ar er­lendu fyr­ir­tækj­anna funduðu í Reykja­vík dag­ana 16. til 18. októ­ber með full­trú­um stjórn­valda, þar á meðal Guðlaugi Þór, auk full­trúa frá Norðuráli, Þró­un­ar­fé­lagi Grund­ar­tanga, Útgerðarfé­lagi Reykja­vík­ur og Car­bon Ice­land.

Yfir millj­ón tonn á ári

„Með föng­un frá stærstu aðilum stóriðjunn­ar sjá­um við fyr­ir okk­ur að ná að fanga meira en millj­ón tonn af kolt­ví­sýr­ingi á ári. Hann ætl­um við að nýta til fram­leiðslu á grænu eldsneyti sem meðal ann­ars get­ur knúið fiski­skipa­flot­ann og þar með lagt orku­skipt­um og lofts­lags­bók­haldi á Íslandi lið,“ er haft eft­ir Hall­grími Óskars­syni, fram­kvæmda­stjóra Car­bon Ice­land, í til­kynn­ingu sem barst mbl.is. 

„Auk eldsneyt­is fyr­ir vél­ar og tæki verður græn kol­sýra einnig fram­leidd sem hent­ar bæði í mat­væla­fram­leiðslu og land­búnaði. Græn­ar fram­leiðslu­vör­ur Car­bon Ice­land verða einnig eft­ir­sótt­ar í lyfja- og efnaiðnaði ásamt því að ein­hver hluti af þessu mikla magni af CO2 gæti nýst til bind­ing­ar í jörð,“ seg­ir hann jafn­framt.

Föng­un hefj­ist árið 2028

Vinna hefst nú við að aðlaga föng­un­ar­tækn­ina að aðstæðum hjá Norðuráli á Grund­ar­tanga, en gert er ráð fyr­ir að CO2-föng­un frá stóriðjunni geti haf­ist árið 2028 og fram­leiðsla eldsneyt­is skömmu síðar.

Car­bon Ice­land og Útgerðarfé­lag Reykja­vík­ur hafa skrifað und­ir sam­komu­lag þar sem Car­bon Ice­land út­veg­ar Útgerðarfé­lag­inu það eldsneyt­is­magn sem fé­lagið mun þurfa á skip sín á næstu árum. Run­ólf­ur Viðar Guðmunds­son, fram­kvæmda­stjóri Útgerðarfé­lags Reykja­vík­ur, seg­ir verk­efnið afar spenn­andi.

Auk þess að ýta sam­starf­inu form­lega úr vör heim­sóttu full­trú­ar fyr­ir­tækj­anna ál­ver Norðuráls og kynntu sér aðstæður. Þá tók Halla Tóm­as­dótt­ir, for­seti Íslands, á móti hópn­um í mót­töku á Bessa­stöðum, síðastliðinn föstu­dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK