Verðbólga komin niður í 5,1%

Tólf mánaða verðbólga mælist nú 5,1% og lækkar um 0,3 prósentustig frá fyrri mánuði.

Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í október, hækkar um 0,28% frá fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkar um 0,29% frá október 2024, að því er segir í tilkynningu Hagstofunnar.

Verð á mat hækkaði um 1,0% og flugfargjöld til útlanda hækkuðu um 6,6%.

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 5,1% og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 2,8%.

Lækkkun verðbólgu er í takt við spár greiningaraðila. Til að mynda spáði Landsbankinn því að hún færi niður í 5,1% og Kvika spáði 5,2% verðbólgu. 



mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK