Vandræði ef Trump sigrar án svipps

Olav Chen, forstöðumaður hjá norska fyrirtækinu Storebrand.
Olav Chen, forstöðumaður hjá norska fyrirtækinu Storebrand. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Þessa dagana beinast augu margra að forsetakosningunum í Bandaríkjunum og hugsanlegum áhrifum þeirra á heimsmarkaði.

Olav Chen, forstöðumaður hjá norska eignastýringarfyrirtækinu Storebrand, segir það ráða mestu um þróun mála gagnvart Evrópu, hvort annar hvor flokkurinn, Demókratar eða Repúblikanar, nái meirihluta hvort tveggja í öldunga- og fulltrúadeild þingsins, svokölluðum svipp (e. sweep).

Komi ekki til svipps auki það líkurnar á því að til tolla- og viðskiptastríðs komi, sér í lagi undir stjórn Donalds Trumps.

„Sigri Kamala Harris reikna ég með því að staðan verði að mestu óbreytt. En með sigri Trumps án svipps gæti hann bætt upp fyrir það með viðskiptastríðum og tollum, líkt og hann hefur áður gert,” segir Olav í samtali við ViðskiptaMoggann.

„Mér sýnist vera þverpólitísk sátt um að taka fast á Kína, sama hvort það er Trump eða Harris. Joe Biden vatt til að mynda ekki ofan af þeim tollum sem Trump lagði á Kína á sínum tíma – hann hélt þeim óbreyttum. En ég óttast svolítið að ef Trump sigrar en tapar í neðri deild þá ráðist hann á Evrópu með tollum og viðskiptastríði. Hann væri jafnvel líklegur til að draga upp NATO-spilið í þeim efnum. Það mun skapa meiri óvissu á alþjóðastjórnmálasviðinu, sem mörkuðum er almennt þvert um geð,“ segir hann.

Hugsanleg niðurstaða kosninganna virðist þó ekki hafa mikil áhrif á fjárfestingar innan Storebrand.

„Við höfum spurt hér innanhúss hvort fólk myndi haga fjárfestingum öðruvísi ef það vissi fyrir víst hvort Trump eða Harris myndi sigra. Það voru ekki margir sem sögðust breyta nokkru,“ segir Olav.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka